"Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júlí 2013 18:45 Starfsemi VIP Club og Crystal hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga en þar geta viðskiptavinir keypt kampavín og spjallað við stúlkur sem þar starfa. Eigendur staðanna hafa nú stefnt borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, vegna ærumeiðandi ummæla en þær sögðu í viðtölum í fjölmiðlum að svo virtist sem vændi og mansal færi fram í tengslum við staðina. Farið er fram á opinberar afsökunarbeiðnir og greiðslu miskabóta upp á eina milljón króna frá hvorri þeirra til hvors stefnanda. Þær hafa frest fram á mánudaginn, ella verður höfðað mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður eigenda staðanna. „Því er alfarið hafnað að þarna fari eitthvað fram sem er í andstöðu við lög og rétt. Það er öllum velkomið að mæta á þessa staði og kanna það af eigin raun. Menn vita hvar staðirnir eru, það hefur verið ítarlega auglýst núna og það er ekki vændisstarfsemi sem þarna fer fram og þaðan af síður á það við nokkur rök að styðjast að þær stúlkur sem þarna starfa séu ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ásakanir um vændi og mansal hafi verið hafðar uppi áður í fjölmiðlum og Hæstiréttur hafi dæmt þau ummæli dauð og ómerk. "Enda voru þetta hreinar og klárar ærumeiðingar eins og ummælin eru í þesu tilviki,“ segir hann. Björk vill að lögreglan rannsaki starfsemi umræddra staða og Vilhjálmur segir eigendur staðanna ekki hafa neitt að fela. „Þeir hafa einfaldlega ekkert að óttast. Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi eins og lögreglunni sýnist,“ segir Vilhjálmur. Björk kveðst hissa vegna stefnunnar. „Ég sagði að allt benti til þess að verið væri að selja aðgang að konum; 20 þúsund fyrir hverjar tíu mínútur og það er ekkert annað en vændi. Þessar konur eru ekki að spjalla við mennina því þær tala hvorki íslensku né ensku. Þetta er bara kynlífsþjónusta og það er vændi. Þannig að ég held ég standi bara við þau orð,“ segir Björk. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Starfsemi VIP Club og Crystal hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga en þar geta viðskiptavinir keypt kampavín og spjallað við stúlkur sem þar starfa. Eigendur staðanna hafa nú stefnt borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, vegna ærumeiðandi ummæla en þær sögðu í viðtölum í fjölmiðlum að svo virtist sem vændi og mansal færi fram í tengslum við staðina. Farið er fram á opinberar afsökunarbeiðnir og greiðslu miskabóta upp á eina milljón króna frá hvorri þeirra til hvors stefnanda. Þær hafa frest fram á mánudaginn, ella verður höfðað mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður eigenda staðanna. „Því er alfarið hafnað að þarna fari eitthvað fram sem er í andstöðu við lög og rétt. Það er öllum velkomið að mæta á þessa staði og kanna það af eigin raun. Menn vita hvar staðirnir eru, það hefur verið ítarlega auglýst núna og það er ekki vændisstarfsemi sem þarna fer fram og þaðan af síður á það við nokkur rök að styðjast að þær stúlkur sem þarna starfa séu ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ásakanir um vændi og mansal hafi verið hafðar uppi áður í fjölmiðlum og Hæstiréttur hafi dæmt þau ummæli dauð og ómerk. "Enda voru þetta hreinar og klárar ærumeiðingar eins og ummælin eru í þesu tilviki,“ segir hann. Björk vill að lögreglan rannsaki starfsemi umræddra staða og Vilhjálmur segir eigendur staðanna ekki hafa neitt að fela. „Þeir hafa einfaldlega ekkert að óttast. Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi eins og lögreglunni sýnist,“ segir Vilhjálmur. Björk kveðst hissa vegna stefnunnar. „Ég sagði að allt benti til þess að verið væri að selja aðgang að konum; 20 þúsund fyrir hverjar tíu mínútur og það er ekkert annað en vændi. Þessar konur eru ekki að spjalla við mennina því þær tala hvorki íslensku né ensku. Þetta er bara kynlífsþjónusta og það er vændi. Þannig að ég held ég standi bara við þau orð,“ segir Björk.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira