Flugdólgurinn í New York: Farþegar neituðu að bera vitni 5. janúar 2013 12:11 Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira