Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis 21. febrúar 2013 10:29 Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri. Mál Sigga hakkara Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira