Horfði upp á móður sína sofa á ganginum í tvær nætur Helga Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2013 19:54 Sonur tæplega áttræðrar konu segist miður sín yfir að hafa þurft að horfa upp á móður sína sofa í rúmi á göngum hjartadeildar í tvo daga fyrir fyrirhugaða aðgerð eftir hjartaáfall. Yfirlæknir deildarinnar segir ástandið erfitt og bara í dag hafi sex sjúklingar þurft að liggja á göngum deildarinnar vegna plássleysis. Móðir Viktors Urbancic hefur verið hjartveik síðustu ár og er með eitt nýra sem starfar illa. Síðastliðið laugardagskvöld fékk hún vægt hjartaáfall. Faðir Viktors kom henni á spítalann og eftir smá bið var hún lögð á gjörgæsludeild. Á mánudeginum var hún svo færð yfir á lalmenna hjartadeild á mánudaginn. Þar átti hún að safna kröftum fyrir mögulega hjartaþræðingu í vikunni. „En í fyrrinótt þá var hún rifin út af stofunni og látin fara út á gang því það var einhver annar greinilega veikari. Þá svaf hún lítið, verandi frammi á gangi. Og í gær fengum við þær upplýsingar að hún yrði líklegast aðra nótt á ganginum og þá leit út fyrir tvær svefnlausar nætur fyrir krítíska aðgerð um morguninn," segir hann. Svörin voru að deildin væri yfirfull og ekkert herbergi laust. Móðir Viktors hefur ekki farið í aðgerð enn sem komið er og hefur átt erfitt með svefn. „Hún var náttúrulega kvíðin og fékk eitthvað róandi og eitthvað sem átti að geta hjálpað henni að sofa. Það eru varla bestu skilyrði að eiga safna kröftum fyrir erfiða aðgerð og fá ekki svefn í tvær nætur." Nær engin aðstaða var fyrir aðstandendur og næðið lítið sem ekkert. „Skilrúmin ná ekki mjög hátt og hver einasti maður sem labbaði framhjá gat kíkt yfir skilrúmið þar sem hún lá upp við vegg. Þar sat fullorðinn faðir minn, 82 ára nú í sumar, á rúminu hjá henni því það var ekki hægt að koma fyrir stól eða neitt. Mér sýndust þau bæði vera buguð í þessum aðstæðum. Maður skilur þetta ekki alveg, maður verður reiður og við reyndum að tala við starfsfólk sem var allt af vilja gert og alveg frábært. Vil að það komi fram," segir hann. Gestur Þorgeirsson yfirlæknir hjartadeildar LSH segir ástandið á deildinni hafa verið þungbært síðustu mánuði. „Við erum núna af fullum þunga að taka þátt í því að hafa sjúklinga á göngum sem hafði ekki verið í allmörg misseri að minnsta kosti. Við þekktum þetta vel hér áður." Deildin taki eingöngu 32 rúm og bara í dag þurftu sex sjúklingar að vera frammi á gangi þar sem 38 sjúklingar liggja inni. „Það er náttúrulega óásættanlegt í rauninni, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, það er erfitt að hvílast í rúmi úti á gangi þar sem er umgangur, ljós og annað. Fyrir starfsfólkið þá er þetta líka mjög erfitt og það er komin mikil þreyta í mannskapinn verður að segjast eins og er," segir Gestur. Hann segir ástæðurnar vera að deildir spítalans séu yfirfullar af sjúklingum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Niðurskurður og fækkun starfsfólks hefur einnig mikil áhrif. „Við held ég öll vildum taka þátt að halda þjóðinni á floti eftir þetta hrun. En ég er alveg sammála því og ég held að flestir séu það að það er alveg komið á bjargbrúnina og menn kannski farnir að stíga öðrum fætinum fram yfir, held ég hreinlega." Þess ber að geta að móður mannsins var komið inn á herbergi á hjartadeild nú síðdegis. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Sonur tæplega áttræðrar konu segist miður sín yfir að hafa þurft að horfa upp á móður sína sofa í rúmi á göngum hjartadeildar í tvo daga fyrir fyrirhugaða aðgerð eftir hjartaáfall. Yfirlæknir deildarinnar segir ástandið erfitt og bara í dag hafi sex sjúklingar þurft að liggja á göngum deildarinnar vegna plássleysis. Móðir Viktors Urbancic hefur verið hjartveik síðustu ár og er með eitt nýra sem starfar illa. Síðastliðið laugardagskvöld fékk hún vægt hjartaáfall. Faðir Viktors kom henni á spítalann og eftir smá bið var hún lögð á gjörgæsludeild. Á mánudeginum var hún svo færð yfir á lalmenna hjartadeild á mánudaginn. Þar átti hún að safna kröftum fyrir mögulega hjartaþræðingu í vikunni. „En í fyrrinótt þá var hún rifin út af stofunni og látin fara út á gang því það var einhver annar greinilega veikari. Þá svaf hún lítið, verandi frammi á gangi. Og í gær fengum við þær upplýsingar að hún yrði líklegast aðra nótt á ganginum og þá leit út fyrir tvær svefnlausar nætur fyrir krítíska aðgerð um morguninn," segir hann. Svörin voru að deildin væri yfirfull og ekkert herbergi laust. Móðir Viktors hefur ekki farið í aðgerð enn sem komið er og hefur átt erfitt með svefn. „Hún var náttúrulega kvíðin og fékk eitthvað róandi og eitthvað sem átti að geta hjálpað henni að sofa. Það eru varla bestu skilyrði að eiga safna kröftum fyrir erfiða aðgerð og fá ekki svefn í tvær nætur." Nær engin aðstaða var fyrir aðstandendur og næðið lítið sem ekkert. „Skilrúmin ná ekki mjög hátt og hver einasti maður sem labbaði framhjá gat kíkt yfir skilrúmið þar sem hún lá upp við vegg. Þar sat fullorðinn faðir minn, 82 ára nú í sumar, á rúminu hjá henni því það var ekki hægt að koma fyrir stól eða neitt. Mér sýndust þau bæði vera buguð í þessum aðstæðum. Maður skilur þetta ekki alveg, maður verður reiður og við reyndum að tala við starfsfólk sem var allt af vilja gert og alveg frábært. Vil að það komi fram," segir hann. Gestur Þorgeirsson yfirlæknir hjartadeildar LSH segir ástandið á deildinni hafa verið þungbært síðustu mánuði. „Við erum núna af fullum þunga að taka þátt í því að hafa sjúklinga á göngum sem hafði ekki verið í allmörg misseri að minnsta kosti. Við þekktum þetta vel hér áður." Deildin taki eingöngu 32 rúm og bara í dag þurftu sex sjúklingar að vera frammi á gangi þar sem 38 sjúklingar liggja inni. „Það er náttúrulega óásættanlegt í rauninni, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, það er erfitt að hvílast í rúmi úti á gangi þar sem er umgangur, ljós og annað. Fyrir starfsfólkið þá er þetta líka mjög erfitt og það er komin mikil þreyta í mannskapinn verður að segjast eins og er," segir Gestur. Hann segir ástæðurnar vera að deildir spítalans séu yfirfullar af sjúklingum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Niðurskurður og fækkun starfsfólks hefur einnig mikil áhrif. „Við held ég öll vildum taka þátt að halda þjóðinni á floti eftir þetta hrun. En ég er alveg sammála því og ég held að flestir séu það að það er alveg komið á bjargbrúnina og menn kannski farnir að stíga öðrum fætinum fram yfir, held ég hreinlega." Þess ber að geta að móður mannsins var komið inn á herbergi á hjartadeild nú síðdegis.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira