Karlmenn eru í mestri hættu varðandi skotelda Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:45 Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira