Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. október 2013 17:27 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sagði í samtali við Rúv í dag að engin réttaróvissa væri í málinu vegna lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. mynd/GVA „Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sagði í samtali við Rúv í dag að engin lagaleg óvissa væri í málinu vegna lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. „Mér er ekki kunnugt um að ráðherra hafi dómsvald sem sé æðra en það sem dómstólar hafa samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Skúli. Skúli segir jafnframt að ráðherra ætti að vera það fullkunnugt að í samningnum sem Vegagerðin gerði við verktakana vegna vegarins, hafi verið fyrirvari um að málaferlin gætu hugsanlega haft áhrif á framgang verkframkvæmdar á síðari stigum. Hann segir að samningurinn um verkið hafi auk þess verið gerður tíu dögum eftir að dómsmál um lögmæti framkvæmdanna hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég afhenti henni persónulega, ljósrit af þessum tveimur blaðsíðum þar sem þetta kemur fram persónulega, ég stafaði þetta ofan í hana, það er ekkert öðruvísi,“ segir Skúli. Hanna Birna sagði í samtalinu við Rúv að það væri mikill ábyrgðarhluti af hálfu ráðherra að fresta aðgerðum frekar, nú yrði að hefja framkvæmdir enda samningur í gildi gangvart verktökum, það væri ábyrgðarhluti gagnvart skattgreiðendum og opinberu fjármagni að fresta framkvæmd lengur. Hún sagði einnig að ekki væri hægt að fresta framkvæmdum lengur þar sem nú þegar hafi farið mikið fjármagn í verkið og það væri óvissa gagnvart þeim skaðabótum sem íslenskir skattgreiðendur gætu staðið frammi fyrir. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
„Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sagði í samtali við Rúv í dag að engin lagaleg óvissa væri í málinu vegna lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. „Mér er ekki kunnugt um að ráðherra hafi dómsvald sem sé æðra en það sem dómstólar hafa samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Skúli. Skúli segir jafnframt að ráðherra ætti að vera það fullkunnugt að í samningnum sem Vegagerðin gerði við verktakana vegna vegarins, hafi verið fyrirvari um að málaferlin gætu hugsanlega haft áhrif á framgang verkframkvæmdar á síðari stigum. Hann segir að samningurinn um verkið hafi auk þess verið gerður tíu dögum eftir að dómsmál um lögmæti framkvæmdanna hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég afhenti henni persónulega, ljósrit af þessum tveimur blaðsíðum þar sem þetta kemur fram persónulega, ég stafaði þetta ofan í hana, það er ekkert öðruvísi,“ segir Skúli. Hanna Birna sagði í samtalinu við Rúv að það væri mikill ábyrgðarhluti af hálfu ráðherra að fresta aðgerðum frekar, nú yrði að hefja framkvæmdir enda samningur í gildi gangvart verktökum, það væri ábyrgðarhluti gagnvart skattgreiðendum og opinberu fjármagni að fresta framkvæmd lengur. Hún sagði einnig að ekki væri hægt að fresta framkvæmdum lengur þar sem nú þegar hafi farið mikið fjármagn í verkið og það væri óvissa gagnvart þeim skaðabótum sem íslenskir skattgreiðendur gætu staðið frammi fyrir.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira