Enski boltinn

Morientes með besta sigurhlutfallið hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tölfræðisíðan OptaJoe birti í dag athyglisverða samantekt um sigursælustu leikmenn félaga í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.

Eina skilyrðið er að viðkomandi leikmaður hafi leikið 20 deildarleiki með sínu liði.

Þar má til dæmis sjá að Arjen Robben er sigursælasti leikmaður Chelsea frá upphafi en liðið vann alls 55 af 67 leikjum sínum með hann innanborðs.

Tom Cleverley er efstur á lista Manchester United með 87 prósenta sigurhlutfall og Sergio Agüero hjá Manchester City með 71 prósent. Arsenal vann svo 55 af 79 leikjum sínum með Edu í liðinu.

Það kann svo að koma einhverjum á óvart að hjá Liverpool er það Spánverjinn Fernando Morientes sem hefur notið mestrar velgengni en liðið vann 27 af 41 leik hans.

Fjölmörg athyglisverð nöfn eru á listanum, eins og George Elokobi hjá Wolves og Salif Diao hjá Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×