Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins Ellý Ármanns skrifar 20. febrúar 2013 22:00 Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu.Lagið Glow með hljómsveitinni Retro Stefson var valið lag ársins í popp og rokk flokki. Þá var hljómsveitin einnig valin tónlistarflytjandi ársins.Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins.Söngkona ársins var Andrea Gylfadóttir. Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Bjartur eftir Tómas R. Einarsson. Í sama flokki var valin hljómplata ársins The Box tree með Skúla Sverrissyni og Skúla Guðjónssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins fékk heiðursverðlaun fyrir kórstarfið. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins og í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson valdir söngvarar ársins. Í sama flokki var Víkingur Heiðar Ólafsson valinn tónlistarflytjandi ársins og besta plata ársins var plata Víkings og Kristins Sigmundssonar sem ber heitið Vetrarferðin. Þá var Orkestur eftir Huga Guðmundsson valið tónverk ársins í sama flokki. Textahöfundar ársins voru Steingrímur Teague og Andri Ólafsson. Verðlaun fyrir nýsköpun fékk Reykjavík Midsummer Music. Þá fékk hljómsveitin Sólstafir styrk frá Loftbrú Reykjavíkurborgar. Upptökustjóri ársins var valinn Guðmundur Kristinn Jónsson.Myndir/Vilhelm GunnarssonÍ meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir frá verðlaunahátíðinni. Skroll-Lífið Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu.Lagið Glow með hljómsveitinni Retro Stefson var valið lag ársins í popp og rokk flokki. Þá var hljómsveitin einnig valin tónlistarflytjandi ársins.Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins.Söngkona ársins var Andrea Gylfadóttir. Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Bjartur eftir Tómas R. Einarsson. Í sama flokki var valin hljómplata ársins The Box tree með Skúla Sverrissyni og Skúla Guðjónssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins fékk heiðursverðlaun fyrir kórstarfið. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins og í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson valdir söngvarar ársins. Í sama flokki var Víkingur Heiðar Ólafsson valinn tónlistarflytjandi ársins og besta plata ársins var plata Víkings og Kristins Sigmundssonar sem ber heitið Vetrarferðin. Þá var Orkestur eftir Huga Guðmundsson valið tónverk ársins í sama flokki. Textahöfundar ársins voru Steingrímur Teague og Andri Ólafsson. Verðlaun fyrir nýsköpun fékk Reykjavík Midsummer Music. Þá fékk hljómsveitin Sólstafir styrk frá Loftbrú Reykjavíkurborgar. Upptökustjóri ársins var valinn Guðmundur Kristinn Jónsson.Myndir/Vilhelm GunnarssonÍ meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir frá verðlaunahátíðinni.
Skroll-Lífið Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira