130 glaðir birnir Sólveig Gísladóttir skrifar 4. september 2013 12:30 Góður hópur á Þingvöllum. Gestum hátíðarinnar Bears on Ice hefur fjölgað ár frá ári. Árið 2005 voru þeir 20 en í ár er von á um 130 björnum frá fjölmörgum löndum. Mynd/Bears on ice Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira