130 glaðir birnir Sólveig Gísladóttir skrifar 4. september 2013 12:30 Góður hópur á Þingvöllum. Gestum hátíðarinnar Bears on Ice hefur fjölgað ár frá ári. Árið 2005 voru þeir 20 en í ár er von á um 130 björnum frá fjölmörgum löndum. Mynd/Bears on ice Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice. Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice.
Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira