Bloggari gagnrýndur fyrir vídeófærslu 4. september 2013 16:00 Garance Doré ásamt kærasta sínum, bloggaranum Scott Schuman. Nordicphotos/getty Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira