Innlent

Í gæsluvarðhald eftir árás á konu með kertastjaka

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. mynd úr safni
Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag í gær vegna alvarlegrar líkamsárásar á konu í heimahúsi í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn handtekinn á staðnum en hann er talinn hafa slegið konuna í höfuðið með kertastjaka. Hún var flutt á slysadeild eftir árásina en er ekki í lífshættu. Maðurinn er ekki búsettur á heimilinu en þekkir konuna. Hann hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×