Innlent

Minnihlutinn krefst skýringa á málum leikskólakennara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn og VG í borgarstjórn hafa óskað eftir sérstakri umræðu í borgarstjórn á morgun um málefni leikskólakennara.

Tugir leikskólakennara komu saman fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur í hádeginu í dag til að mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um að fella niður greiðslur fyrir neysluhlé. Formaður Félags leikskólakennara staðfesti í gær að félagið ætlaði í mál við borgina. Þegar er hafinn undirbúningur að stefnunni en málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að það krefjist skýringa hvernig samskipti borgarinnar við þetta mikilvæga starfsfólk hafi getað endað með málaferlum og mótmælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×