Innlent

Farþegarnir slógust eftir bílveltu

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði
Lögreglan á Ísafirði handtók á föstudagskvöld ökumann bifreiðar sem lenti á ljósastaur og valt á veginum til móts við Strandgötu í Hnífsdal. Hann er grunaður um bæði ölvunar- og fíkniefnaakstur. Á vestfirska fréttamiðlnum Bæjarins Besta segir að í bílnum hafi verið fjórir karlmenn sem hafi allir sloppið með minniháttar áverka eftir veltuna. En þegar lögreglumenn komu á vettvangi höfðu brotist út slagsmál meðal mannanna en þá voru aðrir vegfarendur og sjúkraflutningamenn komnir á vettvang. Tekið var blóðsýni úr ökumanninum en aðstæður á vettvangi báru þess merki að ekið hafi verið mjög ógætilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×