Innlent

Segir "gamaldags" vinnubrögð vera við lýði á Alþingi

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og lektor.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og lektor.
„Þeir einstaklingar sem eru á þingi í dag eru stjórnmálamenn gamla tímans," sagði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur en hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Sigurbjörg ræddi við þáttastjórnendur um vinnubrögð á Alþingi. Um 50 stjórnarfrumvörp bíða nú meðferðar á Alþingi - frumvörp sem þingmenn þurfa að vega og meta á þeim stutta tíma eftir er.

„Ég að held við séum hér horfa upp á stjórnsýslu sem ætlar sér að gera afskaplega flókna hluti á afar stuttum tíma," sagði Sigurbjörg. „Einhvern tíma hefði maður nú sagt við sína nemendur að byrja ekki að lesa daginn fyrir próf."

Hún telur stjórnarþingmenn ætli sér of mikið á of stuttum tíma. Þá sé brýn þörf á endurnýjun í hópi stjórnmálamanna í dag. „Það verður ekki nægileg endurnýjun í þessum hópi til þess að nýjar kynslóðir geti komið á þingið sem hafa aðra nálgun og aðra sýn."

Hægt er að hlusta á ítarlegt viðtal við Sigurbjörgu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×