Innlent

Tólf mánaða fangelsi fyrir þaulskipulagða glæpi

Tveir menn hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir að setja afritunarbúnað á hraðbanka Arion banka að Laugavegi og í hraðbanka Landsbanka í Austurstræti í Reykjavík og afrita upplýsingar í lok febrúar og byrjun mars síðastliðnum. Annar mannanna játaði brot sitt en sagði að ekki hefði tekist að afrita upplýsingarnar. Hinn maðurinn neitaði sök.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að brot af þessu tagi séu þekkt og tengist jafnan skipulagðri alþjóðlegri brotastarfsemi. Segir jafnframt að brot ákærðu beggja séu mjög alvarleg. Þau hafi verið fyrir fram þaulskipulögð með því að mennirnir komu með afritunarbúnað með sér til landsins. Háttsemi þeirra hafi leitt til umtalsverðs tjóns og hafi frekari tjónshætta verið mikil þar sem upplýsingar úr segulröndum greiðslukorta höfðu komist til Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×