Í fótspor Kevin Bacon og Benicio del Toro 28. ágúst 2012 08:00 Í fótspor frægra Ólöf Jara hefur leiklistarnám í Circle in the Square Theatre School í New York í næstu viku. Þar fetar hún meðal annars í fótspor Kevins Bacon.Fréttablaðið/Gunnar „Ég er ótrúlega heppin með hvað ég á mikið af góðu vinum sem eru tilbúnir til að koma og hjálpa mér. Sérstaklega er heppilegt hvað ég á mikið af hæfileikaríkum vinum," segir Ólöf Jara Skagfjörð sem heldur kveðjutónleika í kvöld þar sem fjöldi þekktra listamanna kemur fram. Ólöf Jara flytur til New York í næstu viku þar sem hún hefur leiklistarnám í Circle in the Square Theatre School. Þar fetar hún í fótspor ekki ómerkari manna en Kevins Bacon, Philips Seymour Hoffman og Benicio del Toro, en þeir gengu í þennan sama skóla sem hefur verið starfandi frá árinu 1963 og er í beinu sambandi við leikhús á Broadway. „Þetta er tveggja ára nám og planið er að klára það og sjá svo hvað gerist. Kannski komum við svo bara aftur heim en við höldum öllu opnu," segir Ólöf Jara. Kærastinn hennar, Þórður Gunnar Þorvaldsson, fer einnig í skóla úti og ætlar að læra upptökustjórn og hljóðverkfræði. Þau Ólöf Jara og Þórður Gunnar ætla að kveðja landann á Gamla Gauknum í kvöld og verður dagskráin ekki af verri endanum. Meðal þeirra sem þenja raddböndin verða þau Heiða Ólafs, Magni, Pétur Örn og Matti Matt og Ævar Þór Benediktsson sér um að kynna liðið til leiks. „Svo verða mamma og pabbi þarna auk þess sem við Gunnar flytjum nokkur lög og hljómsveitin okkar Fönix," segir Ólöf Jara en eins og flestir vita er hún dóttir Valgeirs Skagfjörð og Guðrúnar Gunnarsdóttur. „Svo verður bara létt og þægileg stemning þarna og öllum velkomið að koma upp á svið og syngja," segir hún og hvetur alla til að kíkja inn, en aðgangseyririnn er litlar 1.000 krónur.- trs Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Ég er ótrúlega heppin með hvað ég á mikið af góðu vinum sem eru tilbúnir til að koma og hjálpa mér. Sérstaklega er heppilegt hvað ég á mikið af hæfileikaríkum vinum," segir Ólöf Jara Skagfjörð sem heldur kveðjutónleika í kvöld þar sem fjöldi þekktra listamanna kemur fram. Ólöf Jara flytur til New York í næstu viku þar sem hún hefur leiklistarnám í Circle in the Square Theatre School. Þar fetar hún í fótspor ekki ómerkari manna en Kevins Bacon, Philips Seymour Hoffman og Benicio del Toro, en þeir gengu í þennan sama skóla sem hefur verið starfandi frá árinu 1963 og er í beinu sambandi við leikhús á Broadway. „Þetta er tveggja ára nám og planið er að klára það og sjá svo hvað gerist. Kannski komum við svo bara aftur heim en við höldum öllu opnu," segir Ólöf Jara. Kærastinn hennar, Þórður Gunnar Þorvaldsson, fer einnig í skóla úti og ætlar að læra upptökustjórn og hljóðverkfræði. Þau Ólöf Jara og Þórður Gunnar ætla að kveðja landann á Gamla Gauknum í kvöld og verður dagskráin ekki af verri endanum. Meðal þeirra sem þenja raddböndin verða þau Heiða Ólafs, Magni, Pétur Örn og Matti Matt og Ævar Þór Benediktsson sér um að kynna liðið til leiks. „Svo verða mamma og pabbi þarna auk þess sem við Gunnar flytjum nokkur lög og hljómsveitin okkar Fönix," segir Ólöf Jara en eins og flestir vita er hún dóttir Valgeirs Skagfjörð og Guðrúnar Gunnarsdóttur. „Svo verður bara létt og þægileg stemning þarna og öllum velkomið að koma upp á svið og syngja," segir hún og hvetur alla til að kíkja inn, en aðgangseyririnn er litlar 1.000 krónur.- trs
Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira