Segist munu slökkva ljós á Vatnsendavegi 2. febrúar 2012 00:01 Guðríður Arnardóttir. „Okkur er algerlega misboðið," segir Guðríður Arnardóttir, formaður framkvæmdaráðs Kópavogs, sem í gær mótmælti ákvörðun Vegagerðinnar um að hætta að kosta rekstur og viðhald á Vatnsendavegi. Orkuveitan hyggst slökkva á götulýsingunni því enginn vill borga rafmagnsreikninginn. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar svæðisstjóra hjá Vegagerðinni var gert samkomulag um að Vegagerðin greiddi kostnaðinn í kjölfar þess að Elliðavatnsvegi, sem áður var þjóðvegur, var breytt í það sem nú er nefnt Vatnsendavegur þegar ný hverfi risu í upplöndum Kópavogs. Til hafi staðið að framlengja Arnarnesveg frá Reykjanesbraut að Breiðholtsbraut og að hann yrði þjóðvegur. Nú sé ekki fyrirséð að það verði á næstu fimm til sex árum. „Vegagerðin sagði einhliða upp þessum samningi; að greiða rekstur af vegakerfi sem er ekki þjóðvegur heldur bara innanbæjargötur í Kópavogi," segir Jónas sem kveður kostnaðinn við Vatnsendaveg hafa verið á bilinu átta til tólf milljónir króna á ári. Þar af sé kostnaður við götulýsinguna um fjórðungur. Jónas segir að eftir að samningnum hafi í september verið sagt upp frá og með áramótum hafi hann átt von á að Kópavogsbær hefði samband við Orkuveituna til að taka við greiðslu reikninga þaðan. Reikningarnir hafi þó haldið áfram að berast til Vegagerðarinnar frá Orkuveitunni. „Úr því að þeir sögðu að Kópavogsbær vildi ekki heldur greiða þá sögðum við að þeir mættu slökkva okkar vegna," segir svæðisstjórinn. Guðríður Arnardóttir segir hins vegar að Vatnsendavegur sé ekki á ábyrgð sveitarfélagsins heldur Vegagerðarinnar og um það hafi verið gert samkomulag. „Ef til þess kemur að það verður slökkt á ljósunum á Vatnsendavegi þá varpa ég ábyrgðinni alfarið á Vegagerðina. Og þeir verða að svara fyrir það," segir Guðríður sem auk þess að vera í framkvæmdaráði er formaður bæjarráðs í Kópavogi. Þess má geta að það sem á við um Vatnsendaveg gildir einnig við um Víkurveg í Reykjavík. Ennfremur vill Vegagerðin ýmsa vegi í þéttbýli út af þjóðvegaskrá, til dæmis Nýbýlaveg, Gullinbrú og Höfðabakka. Að sögn Guðríðar hafa samskipti bæjaryfirvalda við Vegagerðina ekki verið góð undanfarið. Það eigi við um fleiri mál. „Þetta eru ekki síðustu orð okkar í Kópavogsbæ um þetta mál, það er algjörlega ljóst." gar@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
„Okkur er algerlega misboðið," segir Guðríður Arnardóttir, formaður framkvæmdaráðs Kópavogs, sem í gær mótmælti ákvörðun Vegagerðinnar um að hætta að kosta rekstur og viðhald á Vatnsendavegi. Orkuveitan hyggst slökkva á götulýsingunni því enginn vill borga rafmagnsreikninginn. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar svæðisstjóra hjá Vegagerðinni var gert samkomulag um að Vegagerðin greiddi kostnaðinn í kjölfar þess að Elliðavatnsvegi, sem áður var þjóðvegur, var breytt í það sem nú er nefnt Vatnsendavegur þegar ný hverfi risu í upplöndum Kópavogs. Til hafi staðið að framlengja Arnarnesveg frá Reykjanesbraut að Breiðholtsbraut og að hann yrði þjóðvegur. Nú sé ekki fyrirséð að það verði á næstu fimm til sex árum. „Vegagerðin sagði einhliða upp þessum samningi; að greiða rekstur af vegakerfi sem er ekki þjóðvegur heldur bara innanbæjargötur í Kópavogi," segir Jónas sem kveður kostnaðinn við Vatnsendaveg hafa verið á bilinu átta til tólf milljónir króna á ári. Þar af sé kostnaður við götulýsinguna um fjórðungur. Jónas segir að eftir að samningnum hafi í september verið sagt upp frá og með áramótum hafi hann átt von á að Kópavogsbær hefði samband við Orkuveituna til að taka við greiðslu reikninga þaðan. Reikningarnir hafi þó haldið áfram að berast til Vegagerðarinnar frá Orkuveitunni. „Úr því að þeir sögðu að Kópavogsbær vildi ekki heldur greiða þá sögðum við að þeir mættu slökkva okkar vegna," segir svæðisstjórinn. Guðríður Arnardóttir segir hins vegar að Vatnsendavegur sé ekki á ábyrgð sveitarfélagsins heldur Vegagerðarinnar og um það hafi verið gert samkomulag. „Ef til þess kemur að það verður slökkt á ljósunum á Vatnsendavegi þá varpa ég ábyrgðinni alfarið á Vegagerðina. Og þeir verða að svara fyrir það," segir Guðríður sem auk þess að vera í framkvæmdaráði er formaður bæjarráðs í Kópavogi. Þess má geta að það sem á við um Vatnsendaveg gildir einnig við um Víkurveg í Reykjavík. Ennfremur vill Vegagerðin ýmsa vegi í þéttbýli út af þjóðvegaskrá, til dæmis Nýbýlaveg, Gullinbrú og Höfðabakka. Að sögn Guðríðar hafa samskipti bæjaryfirvalda við Vegagerðina ekki verið góð undanfarið. Það eigi við um fleiri mál. „Þetta eru ekki síðustu orð okkar í Kópavogsbæ um þetta mál, það er algjörlega ljóst." gar@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira