Fötluð kona þurfti að fara af leiksýningu - engin þjónusta eftir ellefu Boði Logason skrifar 2. febrúar 2012 13:41 Fatlaðir geta ekki farið í leikhús á sýningu sem er búin síðar en 22:45 á kvöldin á virkum dögum. mynd tengist frétt ekki beint „Við vorum alveg miður okkar yfir þessu, ekki okkar vegna, heldur vegna þess að fólk geti ekki farið í bíó eða leikhús ef sýning stendur lengur en til klukkan ellefu," segir Bergur Þór Ingólfsson, leikari í Borgarleikhúsinu. Í gærkvöldi þurfti kona í hjólastól að yfirgefa sýningu í leikhúsinu áður en henni lauk. Útskýring sem hún gaf var sú að félagsþjónustan býður ekki upp á að sækja fólk eftir klukkan korter í ellefu á kvöldin. Bergur Þór vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en sýningin sem um ræðir heitir Eldhaf og er sýnd í Borgarleikhúsinu. Sýningunni lýkur klukkan rúmlega ellefu og var konan í hjólastólnum sótt klukkan korter í ellefu. „Ég var að leika í sýningunni og við tókum eftir því að konan í hjólastólnum yfirgaf sýninguna. Ein leikkonan fór að athuga hvort það væri ekki í lagi með hana, því um daginn var maður sem fékk aðsvif í miðri sýningu. Hún fékk þær útskýringar frá konunni að hún yrði að fara því annars kæmist hún ekki heim," segir Bergur í samtali við Vísi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg geta fatlaðir fengið far hjá ferðaþjónustunni í síðasta lagi klukkan 22:45 á virkum dögum. Á laugardögum er þjónusta frá klukkan 9 til 22:45 og á sunnudögum frá klukkan 12 til 22:45. Bergur Þór segir það hljóta að vera sjálfsögð mannréttindi að fá að fara í leikhús á sýningar sem standa lengur en til klukkan ellefu. „Manni finnst eins og við ættum að vera sammála um þetta þó við séum að rífast um margt, að fólk skuli ekki hafa aðgengi að þessu. Þetta hljóta að vera sjálfsögð réttindi sem við ættum öll að vera sammála um í okkar samfélagi.“ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Við vorum alveg miður okkar yfir þessu, ekki okkar vegna, heldur vegna þess að fólk geti ekki farið í bíó eða leikhús ef sýning stendur lengur en til klukkan ellefu," segir Bergur Þór Ingólfsson, leikari í Borgarleikhúsinu. Í gærkvöldi þurfti kona í hjólastól að yfirgefa sýningu í leikhúsinu áður en henni lauk. Útskýring sem hún gaf var sú að félagsþjónustan býður ekki upp á að sækja fólk eftir klukkan korter í ellefu á kvöldin. Bergur Þór vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en sýningin sem um ræðir heitir Eldhaf og er sýnd í Borgarleikhúsinu. Sýningunni lýkur klukkan rúmlega ellefu og var konan í hjólastólnum sótt klukkan korter í ellefu. „Ég var að leika í sýningunni og við tókum eftir því að konan í hjólastólnum yfirgaf sýninguna. Ein leikkonan fór að athuga hvort það væri ekki í lagi með hana, því um daginn var maður sem fékk aðsvif í miðri sýningu. Hún fékk þær útskýringar frá konunni að hún yrði að fara því annars kæmist hún ekki heim," segir Bergur í samtali við Vísi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg geta fatlaðir fengið far hjá ferðaþjónustunni í síðasta lagi klukkan 22:45 á virkum dögum. Á laugardögum er þjónusta frá klukkan 9 til 22:45 og á sunnudögum frá klukkan 12 til 22:45. Bergur Þór segir það hljóta að vera sjálfsögð mannréttindi að fá að fara í leikhús á sýningar sem standa lengur en til klukkan ellefu. „Manni finnst eins og við ættum að vera sammála um þetta þó við séum að rífast um margt, að fólk skuli ekki hafa aðgengi að þessu. Þetta hljóta að vera sjálfsögð réttindi sem við ættum öll að vera sammála um í okkar samfélagi.“
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira