Innlent

Öllu starfsfólki Herjólfs sagt upp

Öllu starfsfólki Herjólfs hefur verið sagt upp eða um fjörutíu manns. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.

Þar segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum að núgildandi samningar milli Eimskips og Vegagerðarinnar renni út 30. apríl næstkomandi. Því hefur Herjólfur sagt upp öllu starfsfólki og samningum um afgreiðslu ferjunnar.

„Auðvitað hefur maður verulegar áhyggjur af því að rót komist á ­þennan góða hóp sem við erum með í dag og fólk fari, í ljósi óvissunnar, til annarra starfa á sjó eða landi," sagði Gunnlaugur í viðtali við Eyjafréttir.

Ríkið stefnir að því að bjóða verkefnið út á næstu vikum með það fyrir augum að nýr samningur taki gildi 1. maí 2012 og gildi þar til ný ferja verður tekin í notkun árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×