Bíllinn tekinn í skjóli nætur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. janúar 2012 18:35 Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu