Innlent

Erlendur ferðamaður þrisvar tekinn af lögreglunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ölvaður erlendur ferðamaður tæmdi minibar á hóteli á Suðurnesjum á dögunum, en átti ekki pening til að borga fyrir veigarnar. Lögreglan var kölluð til og var maðurinn fluttur á lögreglustöð, að eigin beiðni, þar sem hann fékk að sofa úr sér.

Tveimur dögum síðar, í fyrradag, var svo lögreglunni tilkynnt um gest á öðru hóteli, sem væri þar ofurölvi eftir að hafa drukkið mikið á barnum án þess að geta borgað. Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndist vera um að ræða sama mann og tæmt hafði minibarinn á fyrra hótelinu. Hann var aftur fluttur í klefa og látinn sofa úr sér.

Um miðjan dag í gær var lögreglu svo tilkynnt um ofurölvi mann sem væri að borða súkkulaði af afgreiðsluborði á veitingasölu í umdæminu. Enn reyndist þar vera hinn erlendi ferðamaður á ferðinni og í þriðja sinn fékk hann að gista fangaklefa. Maðurinn var sendur úr landi á eigin vegum síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×