Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2012 19:30 Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira