Innlent

Tveir laumufarþegar gripnir í Sundahöfn

Tveir erlendir hælisleitendur voru gripnir, þegar þeir voru að reyna að laumast um borð í flutningaskip í Sundahöfn upp úr miðnætti.

Skipið er að fara til Kanada og tekur siglingin þangað nokkra sólarhringa. Þeir voru þó aðeins nestaðir einum döðlupoka og einhverju af hnetum, eða möndlum.

Þeir eru nú vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag með aðstoð túlka. Þeir hafa áður reynt að laumast úr landi með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×