Innlent

Sjúkraflutningamenn tóku á móti barni

Litlum snáða lá svo á að komast í heiminn á heimili sínu við Laugateig í Reykjavík í gærkvöldi, að hann fæddist heima hjá sér um leið og sjúkraflutningamenn voru komnir til að flytja móðurina upp á fæðingadeild.

Þeir tóku á móti honum á vettvangi og skildu á milli, eins og vera bar. Móður og syni heilsaðist svo vel að ekki þótti ástæða til að flytja þau á fæðingadeildina, heldur var hringt eftir ljósmóður, sem tók við af sjúkraflutningamönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×