Ríkisendurskoðandi taldi skýrsluna aðeins hafa sögulegt gildi BBI skrifar 15. október 2012 16:02 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Mynd/GVA Sífelldar breytingar á mannhaldi, aðkallandi verkefni eftir hrunið 2008 og að lokum vangaveltur um hvort of langur tími væri liðinn frá því að því kerfið var keypt er meðal þess sem olli drættinum á úttekt Ríkisendurskoðunar á Oracle-kerfinu svonefnda. Þetta kemur fram í minnisblaði Ríkisendurskoðanda sem rætt var í forsætisnefnd Alþingis í dag. Í minnisblaðinu rekur ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, ferlið allt og skýrir hinn mikla drátt á úttektinni á kaupum ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) á árinu 2001. Kastljósið gerði dráttinn að umfjöllunarefni á dögunum.Nýir starfsmenn Óskað var eftir úttektinni árið 2004. Til að vinna að úttektinni þurfti sérfræðing á sviði upplýsingamála. Á þeim tíma var aðeins einn slíkur sérfræðingur í vinnu hjá Ríkisendurskoðun. Sá starfsmaður var frá vinnu vegna veikinda á árunum 2004 og 2005 og því tafðist vinnan. Á árinu 2005 voru tveir nýir kerfisfræðingar ráðnir til starfa hjá Ríkisendurskoðun. Í stað þess að ráðast í úttekt á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) byrjuðu þeir á smærri verkefnum. Þegar þeir fóru að rýna í Oracle óskaði Fjársýsla ríkisins eftir að hægt yrði á vinnunni vegna anna. Kerfisfræðingarnir hættu svo hjá stofnuninni á árinu 2006 og því skorti starfsfólk til að vinna að verkefninu sem tafðist því meira. Einnig taldi Ríkisendurskoðun rétt að bíða með úttektina og skýrslugerðina þar til innleiðingu kerfisins væri lokið, enda ekki sanngjarnt að taka út ófullbúið kerfi. Árið 2007 var að nýju ráðinn kerfisfræðingur að stofnuninni. Þá hófst vinna við skýrsluna að krafti og fyrstu drög lágu fyrir árið 2008, fjórum árum eftir að óskað var eftir úttektinni. Þáverandi ríkisendurskoðandi var hins vegar ekki ánægður með drögin og ákvað að láta skoða ýmsa þætti málsins nánar.Enginn feluleikur Í ársskýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2007 sem dreift var á Alþingi var fjallað um skýrsluna og útgáfa hennar boðuð á fyrri hluta árs 2008. „Með ofangreinda umfjöllun í huga má öllum ver ljóst að það er bersýnilega bæði rangt og ósanngjarnt að fullyrða að stofnunin hafi á einhvern hátt reynt að leyna því að unnið væri að skýrslu um verkefnið," segir í minnisblaði Ríkisendurskoðanda.Efnahagshrun Við hrun bankanna árið 2008 riðluðust allar starfsáætlanir stofnunarinnar og helstu sérfræðingar hennar á sviði fjárhagsendurskoðunar sneru sér að verkefnum sem tengdust hruninu. Ekki var talið réttlætanlegt við þær aðstæður að leggja áherslu á skýrsluna um Oracle. Núverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, kynnti sér skýrsludrögin sem lágu fyrir og ákvað að rétt væri að stytta þau og gera hnitmiðaðari. Tövlunarfræðingur sem hafði starfað hjá Ríkisendurskoðun frá árinu 2007 var settur í það verkefni. Drög að skýrslu lágu fyrir síðla árs 2009, en það voru drögin sem Kastljós studdist við í umfjöllun sinni. Ríkisendurskoðandi var ekki sáttur við drögin, enda virtust ályktanir og niðurstöður í hróplegu ósamræmi við fyrirliggjandi gögn og skýringar.Aðeins sögulegt plagg Þegar hér var komið við sögu var árið 2010 og 9 ár liðin frá kaupum á kerfinu. Ríkisendurskoðandi taldi því að skýrslan um undirbúning og innleiðingu Oracle yrði aðeins sögulegt plagg. „Að mínu mati var mjög ólíklegt að stjórnvöld myndu telja það forgangsmál að kaupa nýtt bókhaldskerfi fyrir ríkið," segir Sveinn. Því var ákveðið að hinkra um sinn en í maí 2011 var tölvunarfræðingur hjá Ríkisendurskoðun settur í að skrifa skýrslu um innleiðingu og kostnað af kerfinu. Á sama tíma hafði hann önnur viðamikil verkefni á sinni könnu. Því gekk skýrslugerðin ekki hratt. Skýrslan er enn ekki tilbúin en umræddur tölvunarfræðingur hætti hjá stofnuninni á þessu ári. Nú hefur stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar verið falið að klára skýrsluna sem valdið hefur miklu fjaðrafoki. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag. 15. október 2012 15:18 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sífelldar breytingar á mannhaldi, aðkallandi verkefni eftir hrunið 2008 og að lokum vangaveltur um hvort of langur tími væri liðinn frá því að því kerfið var keypt er meðal þess sem olli drættinum á úttekt Ríkisendurskoðunar á Oracle-kerfinu svonefnda. Þetta kemur fram í minnisblaði Ríkisendurskoðanda sem rætt var í forsætisnefnd Alþingis í dag. Í minnisblaðinu rekur ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, ferlið allt og skýrir hinn mikla drátt á úttektinni á kaupum ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) á árinu 2001. Kastljósið gerði dráttinn að umfjöllunarefni á dögunum.Nýir starfsmenn Óskað var eftir úttektinni árið 2004. Til að vinna að úttektinni þurfti sérfræðing á sviði upplýsingamála. Á þeim tíma var aðeins einn slíkur sérfræðingur í vinnu hjá Ríkisendurskoðun. Sá starfsmaður var frá vinnu vegna veikinda á árunum 2004 og 2005 og því tafðist vinnan. Á árinu 2005 voru tveir nýir kerfisfræðingar ráðnir til starfa hjá Ríkisendurskoðun. Í stað þess að ráðast í úttekt á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) byrjuðu þeir á smærri verkefnum. Þegar þeir fóru að rýna í Oracle óskaði Fjársýsla ríkisins eftir að hægt yrði á vinnunni vegna anna. Kerfisfræðingarnir hættu svo hjá stofnuninni á árinu 2006 og því skorti starfsfólk til að vinna að verkefninu sem tafðist því meira. Einnig taldi Ríkisendurskoðun rétt að bíða með úttektina og skýrslugerðina þar til innleiðingu kerfisins væri lokið, enda ekki sanngjarnt að taka út ófullbúið kerfi. Árið 2007 var að nýju ráðinn kerfisfræðingur að stofnuninni. Þá hófst vinna við skýrsluna að krafti og fyrstu drög lágu fyrir árið 2008, fjórum árum eftir að óskað var eftir úttektinni. Þáverandi ríkisendurskoðandi var hins vegar ekki ánægður með drögin og ákvað að láta skoða ýmsa þætti málsins nánar.Enginn feluleikur Í ársskýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2007 sem dreift var á Alþingi var fjallað um skýrsluna og útgáfa hennar boðuð á fyrri hluta árs 2008. „Með ofangreinda umfjöllun í huga má öllum ver ljóst að það er bersýnilega bæði rangt og ósanngjarnt að fullyrða að stofnunin hafi á einhvern hátt reynt að leyna því að unnið væri að skýrslu um verkefnið," segir í minnisblaði Ríkisendurskoðanda.Efnahagshrun Við hrun bankanna árið 2008 riðluðust allar starfsáætlanir stofnunarinnar og helstu sérfræðingar hennar á sviði fjárhagsendurskoðunar sneru sér að verkefnum sem tengdust hruninu. Ekki var talið réttlætanlegt við þær aðstæður að leggja áherslu á skýrsluna um Oracle. Núverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, kynnti sér skýrsludrögin sem lágu fyrir og ákvað að rétt væri að stytta þau og gera hnitmiðaðari. Tövlunarfræðingur sem hafði starfað hjá Ríkisendurskoðun frá árinu 2007 var settur í það verkefni. Drög að skýrslu lágu fyrir síðla árs 2009, en það voru drögin sem Kastljós studdist við í umfjöllun sinni. Ríkisendurskoðandi var ekki sáttur við drögin, enda virtust ályktanir og niðurstöður í hróplegu ósamræmi við fyrirliggjandi gögn og skýringar.Aðeins sögulegt plagg Þegar hér var komið við sögu var árið 2010 og 9 ár liðin frá kaupum á kerfinu. Ríkisendurskoðandi taldi því að skýrslan um undirbúning og innleiðingu Oracle yrði aðeins sögulegt plagg. „Að mínu mati var mjög ólíklegt að stjórnvöld myndu telja það forgangsmál að kaupa nýtt bókhaldskerfi fyrir ríkið," segir Sveinn. Því var ákveðið að hinkra um sinn en í maí 2011 var tölvunarfræðingur hjá Ríkisendurskoðun settur í að skrifa skýrslu um innleiðingu og kostnað af kerfinu. Á sama tíma hafði hann önnur viðamikil verkefni á sinni könnu. Því gekk skýrslugerðin ekki hratt. Skýrslan er enn ekki tilbúin en umræddur tölvunarfræðingur hætti hjá stofnuninni á þessu ári. Nú hefur stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar verið falið að klára skýrsluna sem valdið hefur miklu fjaðrafoki.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag. 15. október 2012 15:18 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag. 15. október 2012 15:18