Innlent

Auglýsing Landsbankans hugsanlega brotleg við siðareglur

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.
Bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, segir það forkastanlegt að hann skuli koma fyrir í sjónvarpsauglýsingu Landsbankans. Hann segir í viðtali við blaðið Akureyri Vikublað að hann hafi komið fyrir í auglýsingu bankans, sem var sýnd yfir allar hátíðarnar, en myndskeiðið var tekið upp þegar hann var fundarstjóri á kynningarfundi á vegum bankans fyrir nokkru.

Hann segist hinsvegar aldrei hafa gefið samþykki sitt fyrir að vera hluti af jólaherferð bankans.

Þá segir Eiríkur Björn í samtali við Akureyri Vikublað að hann muni kvarta til bankans, því hann telji það ganga gegn grundvallarlögmálum að hann sem bæjarstjóri leggi nafn sitt við auglýsingu fyrirtækis með þessum hætti.

Samkvæmt þessu er Landsbankinn hugsanlega brotlegur við siðareglur sambands íslenskra auglýsingastofa. Þar segir í 8. grein siðareglnanna um verndun einkalífs:

Í auglýsingum skal ekki sýna eða minnast á einstaklinga, hvort sem þeir starfa á eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin heimild sé fyrir hendi. Ekki skal í auglýsingum heldur sýna eða minnast á eignir fólks á neinn hátt sem túlka mætti sem meðmæli eigandans, nema að fengnu samþykki hans.

Hægt er að lesa viðtal við bæjarstjórann í blaðinu Akureyri Vikublað með því að smella hér.

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Landsbankans við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×