Þrjátíu hundsbit í borginni á síðasta ári 5. janúar 2012 12:27 Þrjátíu hundsbit voru tilkynnt til lögreglu höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári og að minnsta kosti fjórir hundar voru aflífaðir í kjölfarið. Um helmingur hundaeigenda í Reykjavík hafa sótt einhvers konar hlýðninámskeið. Alloft undanfarin misseri hafa fregnir borist af fólki sem bitið hefur verið af hundum, í sumum tilvikum hefur litlu mátt muna að illa færi. Þannig var sex ára stúlka bitin í jólaboði um hátíðarnar en að sögn foreldra hennar læstist ein tönn í efri skolti hundsins inn í augntóft stúlkunnar. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir um 2500 hunda skráða í Reykjavík, þar af hafi um helmingur eiganda sótt einhvers konar hlýðninámskeið og fær þá afslátt af gjöldum. En framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands og nokkrir félagsmenn hafa lýst því yfir í fréttum okkar að rétt sé að skylda tilvonandi hundaeigendur til að sækja slík námskeið. Að sögn upplýsingafulltrúa lögreglu höfuðborgarsvæðisins voru þrjátíu hundsbit tilkynnt á síðasta ári og eru þau af ýmsum toga. Að minnsta kosti 3 bréfberar og einn sorphirðumaður voru bitnir við vinnu sína, flestir voru bitnir utandyra, á göngustígum og víðar. Einn var bitinn í fingur í gegnum bréfalúgu þegar hann var að dreifa miðum í hús. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um hvort einhver þeirra sem bitinn var hafi orðið fyrir varanlegum skaða. Í flestum tilvikum fer sá sem bitinn var fram á að hundaeigandinn greiði lækniskostnað og flestum málunum er fallist á það og málunum lokið með sátt. Skrýtnasta tilvikið er þó líklega þegar maður kom á síðasta ári og kærði annan mann fyrir að sparka í hundinn hans. Hinn meinti sparkari kom síðan og kærði hundinn fyrir bit. Ekki beinlínis orð gegn orði, segir upplýsingafulltrúin, meira kannski orð gegn gelti. Og örðugt fyrir lögreglu að skera úr slíkum ágreiningi. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þrjátíu hundsbit voru tilkynnt til lögreglu höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári og að minnsta kosti fjórir hundar voru aflífaðir í kjölfarið. Um helmingur hundaeigenda í Reykjavík hafa sótt einhvers konar hlýðninámskeið. Alloft undanfarin misseri hafa fregnir borist af fólki sem bitið hefur verið af hundum, í sumum tilvikum hefur litlu mátt muna að illa færi. Þannig var sex ára stúlka bitin í jólaboði um hátíðarnar en að sögn foreldra hennar læstist ein tönn í efri skolti hundsins inn í augntóft stúlkunnar. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir um 2500 hunda skráða í Reykjavík, þar af hafi um helmingur eiganda sótt einhvers konar hlýðninámskeið og fær þá afslátt af gjöldum. En framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands og nokkrir félagsmenn hafa lýst því yfir í fréttum okkar að rétt sé að skylda tilvonandi hundaeigendur til að sækja slík námskeið. Að sögn upplýsingafulltrúa lögreglu höfuðborgarsvæðisins voru þrjátíu hundsbit tilkynnt á síðasta ári og eru þau af ýmsum toga. Að minnsta kosti 3 bréfberar og einn sorphirðumaður voru bitnir við vinnu sína, flestir voru bitnir utandyra, á göngustígum og víðar. Einn var bitinn í fingur í gegnum bréfalúgu þegar hann var að dreifa miðum í hús. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um hvort einhver þeirra sem bitinn var hafi orðið fyrir varanlegum skaða. Í flestum tilvikum fer sá sem bitinn var fram á að hundaeigandinn greiði lækniskostnað og flestum málunum er fallist á það og málunum lokið með sátt. Skrýtnasta tilvikið er þó líklega þegar maður kom á síðasta ári og kærði annan mann fyrir að sparka í hundinn hans. Hinn meinti sparkari kom síðan og kærði hundinn fyrir bit. Ekki beinlínis orð gegn orði, segir upplýsingafulltrúin, meira kannski orð gegn gelti. Og örðugt fyrir lögreglu að skera úr slíkum ágreiningi.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði