Flúði land þrátt fyrir farbann - farið fram á alþjóðlega handtökuskipun 1. febrúar 2012 16:50 Mennirnir þrír framleiddu fíkniefnin í sumarhúsi í Ölfusborgum. Einn þriggja Litháa sem á dögunum voru dæmdir fyrir að koma að fíkniefnaframleiðslu í sumarbústað í Ölfusborgum í október hefur flúið land, þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann. Hann mun hafa farið með flugi frá Íslandi til Parísar og þaðan áfram til Ríga í Lettlandi. Lögreglan segist hafa áreiðanlegar upplýsingar sem bendi til þess að að maðurinn hafi notið aðstoðar erlendis frá við að komast af landi brott, m.a. með því að greitt var fyrir hann flugfargjaldið og séð um flugbókun hans frá landinu. Lögreglan á Selfossi hefur óskað eftir því að gefin verði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum vegna málsins en í tilkynningu frá henni segir að ólíklegt verði að telja að hann fáist framseldur frá heimalandi sínu sé hann þar. Þetta er í annað sinn sem maður í farbanni á vegum Lögreglunnar á Selfossi fer úr landi. „Eins og kunnugt er voru þrír litháiskir ríkisborgarar handteknir þann 27. október s.l. við framleiðslu rúmlega 374 gramma af kókaíni í sumarbústað í Ölfusborgum. Einn þeirra kannaðist við að eiga efnin og hefur hann sætt gæsluvarðahaldi frá því hann var handtekinn, utan skamms tíma sem leið frá því Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglustjórans á Selfossi um framlengingu á gæslu en úrskurðaði hins vegar um að maðurinn skyldi sæta farbanni. Hæstiréttur sneri þeim úrskurði við og var maðurinn settur í gæsluvarðhald í framhaldi af þeim úrskurði," segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Þar segir að hinir tveir, annar búsettur hér á landi, en hinn gestkomandi hafi ekki kannast við að hafa vitað eða tekið þátt í framleiðslunni. Þeir sættu gæsluvarðhaldi fram til 4. október en eftir það farbanni skv. úrskurði Héraðsdóms þar um. „Dómur gekk í málinu þann 30. desember s.l. og voru þremenningarnir allir sakfelldir. Sá er kannaðist við að eiga efnin fékk 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm en hinir 10 mánuði, einnig óskilorðsbundið. Þeir áfrýjuðu þessum dómum til Hæstaréttar. Áfram sat höfuðpaurinn í gæsluvarðhaldi og situr enn en farbann hinna hefur verið framlengt, nú til 23. mars n.k. eða þar til dómur gengur í Hæstarétti." Að sögn lögreglu var hinum mönnunum tveimur gert að mæta reglulega á lögreglustöð og staðfesta veru sína á landinu. „Sá sem búsettur er hér á landi hefur gert það samviskusamlega en sá sem var hér gestkomandi mætti þann 13. janúar en kom ekki þann 15. janúar eins og honum var ætlað. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hann fór með flugi frá Íslandi til Parísar þann 15. janúar s.l. og áfram til Riga sama dag." Lögreglan á Selfossi bendir á að samkvæmt ákvæðum almennra hegningalaga nr. 19/1940 sé að það er dómfellda að refsilausu að koma sér undan refsingu í málinu. „Áreiðanlegar upplýsingar sem lögregla hefur aflað benda hins vegar til þess að maðurinn hafi notið aðstoðar erlendis frá við að komast af landi brott, m.a. með því að greitt var fyrir hann flugfargjaldið og séð um flugbókun hans frá landinu. Verður að telja að það sé brot á 112. gr. almennra hegninarlaga og varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári. Sá þáttur málsins mun verða rannsakaður áfram." „Þess hefur verið óskað að gefin verði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum vegna málsins en ólíklegt verður að telja að hann fáist framseldur frá heimalandi sínu sé hann þar. Hinsvegar mun verða leitað eftir milligöngu Innanríkisráðuneytis um að manninum verði gert að afplána fangavist sína í heimalandinu verði niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms," segir ennfremur. Að síðustu segir: „Á það hefur verið bent að farbann er á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hefur verið að liggja. Þetta er í annað sinn sem maður í farbanni á vegum Lögreglunnar á Selfossi fer úr landi. Árið 2007 fór pólskur maður grunaður um nauðgun úr landi. Því máli var reyndar fylgt eftir og hann dæmdur, eftir íslenskri löggjöf, í heimalandi sínu fyrir brotið." Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Einn þriggja Litháa sem á dögunum voru dæmdir fyrir að koma að fíkniefnaframleiðslu í sumarbústað í Ölfusborgum í október hefur flúið land, þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann. Hann mun hafa farið með flugi frá Íslandi til Parísar og þaðan áfram til Ríga í Lettlandi. Lögreglan segist hafa áreiðanlegar upplýsingar sem bendi til þess að að maðurinn hafi notið aðstoðar erlendis frá við að komast af landi brott, m.a. með því að greitt var fyrir hann flugfargjaldið og séð um flugbókun hans frá landinu. Lögreglan á Selfossi hefur óskað eftir því að gefin verði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum vegna málsins en í tilkynningu frá henni segir að ólíklegt verði að telja að hann fáist framseldur frá heimalandi sínu sé hann þar. Þetta er í annað sinn sem maður í farbanni á vegum Lögreglunnar á Selfossi fer úr landi. „Eins og kunnugt er voru þrír litháiskir ríkisborgarar handteknir þann 27. október s.l. við framleiðslu rúmlega 374 gramma af kókaíni í sumarbústað í Ölfusborgum. Einn þeirra kannaðist við að eiga efnin og hefur hann sætt gæsluvarðahaldi frá því hann var handtekinn, utan skamms tíma sem leið frá því Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglustjórans á Selfossi um framlengingu á gæslu en úrskurðaði hins vegar um að maðurinn skyldi sæta farbanni. Hæstiréttur sneri þeim úrskurði við og var maðurinn settur í gæsluvarðhald í framhaldi af þeim úrskurði," segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Þar segir að hinir tveir, annar búsettur hér á landi, en hinn gestkomandi hafi ekki kannast við að hafa vitað eða tekið þátt í framleiðslunni. Þeir sættu gæsluvarðhaldi fram til 4. október en eftir það farbanni skv. úrskurði Héraðsdóms þar um. „Dómur gekk í málinu þann 30. desember s.l. og voru þremenningarnir allir sakfelldir. Sá er kannaðist við að eiga efnin fékk 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm en hinir 10 mánuði, einnig óskilorðsbundið. Þeir áfrýjuðu þessum dómum til Hæstaréttar. Áfram sat höfuðpaurinn í gæsluvarðhaldi og situr enn en farbann hinna hefur verið framlengt, nú til 23. mars n.k. eða þar til dómur gengur í Hæstarétti." Að sögn lögreglu var hinum mönnunum tveimur gert að mæta reglulega á lögreglustöð og staðfesta veru sína á landinu. „Sá sem búsettur er hér á landi hefur gert það samviskusamlega en sá sem var hér gestkomandi mætti þann 13. janúar en kom ekki þann 15. janúar eins og honum var ætlað. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hann fór með flugi frá Íslandi til Parísar þann 15. janúar s.l. og áfram til Riga sama dag." Lögreglan á Selfossi bendir á að samkvæmt ákvæðum almennra hegningalaga nr. 19/1940 sé að það er dómfellda að refsilausu að koma sér undan refsingu í málinu. „Áreiðanlegar upplýsingar sem lögregla hefur aflað benda hins vegar til þess að maðurinn hafi notið aðstoðar erlendis frá við að komast af landi brott, m.a. með því að greitt var fyrir hann flugfargjaldið og séð um flugbókun hans frá landinu. Verður að telja að það sé brot á 112. gr. almennra hegninarlaga og varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári. Sá þáttur málsins mun verða rannsakaður áfram." „Þess hefur verið óskað að gefin verði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum vegna málsins en ólíklegt verður að telja að hann fáist framseldur frá heimalandi sínu sé hann þar. Hinsvegar mun verða leitað eftir milligöngu Innanríkisráðuneytis um að manninum verði gert að afplána fangavist sína í heimalandinu verði niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms," segir ennfremur. Að síðustu segir: „Á það hefur verið bent að farbann er á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hefur verið að liggja. Þetta er í annað sinn sem maður í farbanni á vegum Lögreglunnar á Selfossi fer úr landi. Árið 2007 fór pólskur maður grunaður um nauðgun úr landi. Því máli var reyndar fylgt eftir og hann dæmdur, eftir íslenskri löggjöf, í heimalandi sínu fyrir brotið."
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira