Innlent

Komst af eigin rammleik úr brennandi húsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður komst af eigin rammleik út úr brennandi húsi þegar eldur kveiknaði í veitingastaðnum Kaffi Láru á Seyðisfirði um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mikill eldur í húsinu um stund og er það hugsanlega ónýtt. Slökkvistarf hefur gengið vel, enda hægviðri. Slökkviliðið naut aðstoðar björgunarsveitamanna á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×