Frumvarpsdrög útiloka íþróttagreinar 16. janúar 2012 04:00 Í þremur íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi notast íþróttamenn við hálfsjálfvirkar skammbyssur. Þær verða bannaðar samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum vopnalögum. Fréttablaðið/Arnþór Verði drög að frumvarpi að nýjum vopnalögum samþykkt á Alþingi verður þremur íþróttagreinum innan Skotíþróttasambands Íslands sjálfhætt þar sem nýliðun og uppfærsla á byssum verður útilokuð. Í drögunum, sem birt hafa verið á vef innanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir algeru banni á því að Íslendingar eigi hálfsjálfvirkar byssur, hvort sem þær eru ætlaðar til íþróttaiðkunar eða ekki. Stjórn Skotíþróttasambands Íslands mun funda vegna málsins á þriðjudag, og líklegt að í kjölfarið verði óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um málið, segir Halldór Axelsson, formaður sambandsins. „Með þessu er að óbreyttu verið að loka fyrir þrjár íþróttagreinar sem stundaðar hafa verið hér á landi síðustu 40 árin,“ segir Halldór. Í öllum þremur greinunum er skotið í mark með skammbyssu. Þó að bannað verði að flytja inn og selja ákveðnar tegundir skotvopna samkvæmt frumvarpsdrögunum stendur ekki til að banna þeim sem eiga slík vopn þegar lögin taka gildi að halda þeim. Þess vegna munu þeir sem í dag stunda skotfimi geta haldið því áfram, en nýliðun verður engin og ekki verður hægt að uppfæra byssurnar, segir Halldór. Hann bendir á að mikill uppgangur hafi verið í skotfimi á undanförnum árum. Nú stundi um 2.500 manns skotfimi, og árangur í þessum greinum hafi verið frábær. Skotveiðimenn eru hins vegar ánægðir með frumvarpsdrögin. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu, það verður mjög gott að fá þetta í gegn,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands. Hann segir þau lög sem nú gilda ónákvæm, og þeim fylgi óvissa hvað varðar breytingar á byssum sérstaklega. Þá séu ekki nægilega ströng skilyrði fyrir því hverjir megi eiga byssur í lögunum í dag, og úr því eigi að bæta. Elvar segir það ekki trufla þorra skotveiðimanna að takmarka eigi byssueign þeirra við 20 skotvopn. „Ég held að flestir séu langt undir þessu hámarki, og þeir sem eiga mikinn fjölda af byssum eru orðnir safnar og geta sótt um sérstakt leyfi fyrir því.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Verði drög að frumvarpi að nýjum vopnalögum samþykkt á Alþingi verður þremur íþróttagreinum innan Skotíþróttasambands Íslands sjálfhætt þar sem nýliðun og uppfærsla á byssum verður útilokuð. Í drögunum, sem birt hafa verið á vef innanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir algeru banni á því að Íslendingar eigi hálfsjálfvirkar byssur, hvort sem þær eru ætlaðar til íþróttaiðkunar eða ekki. Stjórn Skotíþróttasambands Íslands mun funda vegna málsins á þriðjudag, og líklegt að í kjölfarið verði óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um málið, segir Halldór Axelsson, formaður sambandsins. „Með þessu er að óbreyttu verið að loka fyrir þrjár íþróttagreinar sem stundaðar hafa verið hér á landi síðustu 40 árin,“ segir Halldór. Í öllum þremur greinunum er skotið í mark með skammbyssu. Þó að bannað verði að flytja inn og selja ákveðnar tegundir skotvopna samkvæmt frumvarpsdrögunum stendur ekki til að banna þeim sem eiga slík vopn þegar lögin taka gildi að halda þeim. Þess vegna munu þeir sem í dag stunda skotfimi geta haldið því áfram, en nýliðun verður engin og ekki verður hægt að uppfæra byssurnar, segir Halldór. Hann bendir á að mikill uppgangur hafi verið í skotfimi á undanförnum árum. Nú stundi um 2.500 manns skotfimi, og árangur í þessum greinum hafi verið frábær. Skotveiðimenn eru hins vegar ánægðir með frumvarpsdrögin. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu, það verður mjög gott að fá þetta í gegn,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands. Hann segir þau lög sem nú gilda ónákvæm, og þeim fylgi óvissa hvað varðar breytingar á byssum sérstaklega. Þá séu ekki nægilega ströng skilyrði fyrir því hverjir megi eiga byssur í lögunum í dag, og úr því eigi að bæta. Elvar segir það ekki trufla þorra skotveiðimanna að takmarka eigi byssueign þeirra við 20 skotvopn. „Ég held að flestir séu langt undir þessu hámarki, og þeir sem eiga mikinn fjölda af byssum eru orðnir safnar og geta sótt um sérstakt leyfi fyrir því.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira