Ríkið ætlar að veita aukið fjármagn í Íbúðalánasjóð 16. apríl 2012 09:00 Íslenska ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna fyrir um ári síðan. Sú upphæð hefur verið tekin til hliðar til að mæta afskriftarþörf sjóðsins og nýtist ekki sem nýtt eigið fé. Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld stefna enn að því að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé svo að eiginfjárhlutfall hans verði að lágmarki 5 prósent. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til þess þarf sjóðurinn að fá um tíu milljarða króna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær féð verður lagt til en Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði að rætt hafi verið um að eiginfjárframlagið yrði reitt fram á þessu ári. Á fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir auknu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs, sem var birtur nýverið, kom fram að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé 2,3 prósent. Samkvæmt reglugerð um starfsemi sjóðsins á langtímamarkmið hans að vera að hlutfallið sé yfir 5 prósent. Það hefur ekki verið svo hátt frá því um mitt ár 2008, eða í tæp fjögur ár. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stjórnvöld hafi boðað að til standi að leggja sjóðnum til aukið eigið fé og að miðað sé við að hann muni í kjölfarið uppfylla langtímamarkmið sitt. „ Ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er um hvenær eigið fé sjóðsins verði aukið, en það ræðst fyrst og fremst af því hvenær liggur fyrir hver endanleg fjárþörf sjóðsins er. Sjóðurinn hefur staðið í ströngu við endurskipulagningu og úrvinnslu skuldamála hjá viðskiptamönnum sjóðsins, bæði einstaklingum og lögaðilum. Núna er ekki er ljóst hvenær því verkefni lýkur en þá verður hægt að áætla fjárþörf sjóðsins.“ Íslenska ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna í lok mars 2011 til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Það framlag var nær allt fært inn á afskriftareikning til að mæta viðbúnum útlánatöpum sjóðsins. Því nýttist framlagið ekki til að auka eiginfé hans. Alls voru 8,3 milljarðar króna af útlánum sjóðsins afskrifaðir endanlega í fyrra, að mestu vegna 110 prósent-leiðarinnar svokölluðu. Auk þess voru 21,8 milljarðar króna á afskriftarreikningi sem sjóðurinn reiknar með að hann þurfi að nýta í frekari afskriftir. thordur@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Stjórnvöld stefna enn að því að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé svo að eiginfjárhlutfall hans verði að lágmarki 5 prósent. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til þess þarf sjóðurinn að fá um tíu milljarða króna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær féð verður lagt til en Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði að rætt hafi verið um að eiginfjárframlagið yrði reitt fram á þessu ári. Á fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir auknu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs, sem var birtur nýverið, kom fram að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé 2,3 prósent. Samkvæmt reglugerð um starfsemi sjóðsins á langtímamarkmið hans að vera að hlutfallið sé yfir 5 prósent. Það hefur ekki verið svo hátt frá því um mitt ár 2008, eða í tæp fjögur ár. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stjórnvöld hafi boðað að til standi að leggja sjóðnum til aukið eigið fé og að miðað sé við að hann muni í kjölfarið uppfylla langtímamarkmið sitt. „ Ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er um hvenær eigið fé sjóðsins verði aukið, en það ræðst fyrst og fremst af því hvenær liggur fyrir hver endanleg fjárþörf sjóðsins er. Sjóðurinn hefur staðið í ströngu við endurskipulagningu og úrvinnslu skuldamála hjá viðskiptamönnum sjóðsins, bæði einstaklingum og lögaðilum. Núna er ekki er ljóst hvenær því verkefni lýkur en þá verður hægt að áætla fjárþörf sjóðsins.“ Íslenska ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna í lok mars 2011 til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Það framlag var nær allt fært inn á afskriftareikning til að mæta viðbúnum útlánatöpum sjóðsins. Því nýttist framlagið ekki til að auka eiginfé hans. Alls voru 8,3 milljarðar króna af útlánum sjóðsins afskrifaðir endanlega í fyrra, að mestu vegna 110 prósent-leiðarinnar svokölluðu. Auk þess voru 21,8 milljarðar króna á afskriftarreikningi sem sjóðurinn reiknar með að hann þurfi að nýta í frekari afskriftir. thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira