Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns 21. mars 2012 06:30 Afhenti spítala Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn. Mynd/Utanríkisráðuneytið Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira