Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard 12. apríl 2012 09:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men skýtur Björk og Sigur Rós ref fyrir rass með því að ná sjötta sæti Billboard-listans. Engin íslensk hljómsveit hefur náð viðlíka árangri. Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. My Head Is an Animal kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og hefur selst í meira en 55 þúsund eintökum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rappkvendið Nicki Minaj náði efsta sæti Billboard-listans með plötu sinni Pink Friday: Roman Reloaded, en hún seldist í 253.000 eintökum. Engin íslensk hljómsveit hefur komist svo ofarlega á Billboard-listann. Björk Guðmundsdóttir náði níunda sæti með plötunni Volta, sem kom út árið 2007, en það var besti árangur hennar á listanum.Björk Guðmundsdóttir.Hljómsveitin Sigur Rós náði besta árangri sínum á Billboard ári síðar þegar platan Með suð í eyrum við spilum endalaust náði 15. sæti. Þá er forvitnilegt að skoða árangur plötunnar Debut með Björk sem náði hæst 61. sæti á Billboard. Ágætis byrjun með Sigur Rós komst ekki inn á listann. -afb Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. My Head Is an Animal kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og hefur selst í meira en 55 þúsund eintökum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rappkvendið Nicki Minaj náði efsta sæti Billboard-listans með plötu sinni Pink Friday: Roman Reloaded, en hún seldist í 253.000 eintökum. Engin íslensk hljómsveit hefur komist svo ofarlega á Billboard-listann. Björk Guðmundsdóttir náði níunda sæti með plötunni Volta, sem kom út árið 2007, en það var besti árangur hennar á listanum.Björk Guðmundsdóttir.Hljómsveitin Sigur Rós náði besta árangri sínum á Billboard ári síðar þegar platan Með suð í eyrum við spilum endalaust náði 15. sæti. Þá er forvitnilegt að skoða árangur plötunnar Debut með Björk sem náði hæst 61. sæti á Billboard. Ágætis byrjun með Sigur Rós komst ekki inn á listann. -afb
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira