Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:30 Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira