Dýrara fyrir eldri borgara að fá akstur - Úr 350 krónum í 1000 krónur Boði Logason skrifar 3. febrúar 2012 11:27 Eldri borgarar þurfa nú að borga 1000 krónur fyrir akstur. mynd „Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. Um áramótin tóku í gildi hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og mótmælir félagið þeim harðlega. Á meðal hækkana er gjald fyrir akstursþjónustu eldri borgara. Í fyrra var gjaldið sama og almennt gjald í strætó eða 350 krónur fyrir fyrstu 16 ferðirnar á mánuði en fyrir hverja ferð umfram 16 var gjaldið 1000 krónur. Nú um áramótin var þetta gjald hækkað og kostar nú hver ferð 1000 krónur, óháð fjölda ferða. Þeir tekjulægstu fá þó að halda fyrstu 16 ferðum á 350 krónur. Eldri borgari hafði samband við fréttastofu í morgun og var mikið niðri fyrir vegna þessa hækkana. „Þetta verður til þess að fólk hætti að sækja sér þjónustu og hættir að fara á ýmsar skemmtanir," sagði hann við blaðamann í morgun. Hann tók fram að hækkanirnar séu kannski ekki miklar í krónum talið, en fyrir eldri borgara muni um hverja einustu krónu. En þetta eru ekki einu hækkanirnar hjá Reykjavíkurborg. Hádegismatur og heimsent fæði kostaði 550 krónur árið 2011 en hækkaði í 610 krónur um áramótin, eða um tæp 12 prósent. Þá hafa námskeiðsgjöld og brennslugjald fyrir leir og postulín hækkað úr 200 krónum í 250 krónur, eða um 25 prósent. Mánaðargjald fyrir opið félagsstarf hefur hækkað um 10 prósent, eða úr 1000 krónur í 1100 krónur. Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra hafa alls staðar hækkað um 10 %. Sem dæmi má nefna að gjald fyrir einstaklinga við Dalbraut og Seljahlíð var 18.000 kr. árið 2011 en verður 19.800 kr. árið 2012 og fyrir hjón hækkar það úr 20.000 kr. í 22.000 kr. Í ályktun kjararáðs frá 20. janúar á þessu ári er hækkunum mótmælt harðlega og tekið fram að þær komi mjög illa við eldri borgara. „Þær taka til baka hluta af þeim litlu hækkunum á tryggingabótum aldraðra hjá Tryggingastofnun ríkisins sem urðu um áramót. Kjaranefnd FEB skorar á borgaryfirvöld að afturkalla þessar hækkanir," segir í ályktuninni. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
„Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. Um áramótin tóku í gildi hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og mótmælir félagið þeim harðlega. Á meðal hækkana er gjald fyrir akstursþjónustu eldri borgara. Í fyrra var gjaldið sama og almennt gjald í strætó eða 350 krónur fyrir fyrstu 16 ferðirnar á mánuði en fyrir hverja ferð umfram 16 var gjaldið 1000 krónur. Nú um áramótin var þetta gjald hækkað og kostar nú hver ferð 1000 krónur, óháð fjölda ferða. Þeir tekjulægstu fá þó að halda fyrstu 16 ferðum á 350 krónur. Eldri borgari hafði samband við fréttastofu í morgun og var mikið niðri fyrir vegna þessa hækkana. „Þetta verður til þess að fólk hætti að sækja sér þjónustu og hættir að fara á ýmsar skemmtanir," sagði hann við blaðamann í morgun. Hann tók fram að hækkanirnar séu kannski ekki miklar í krónum talið, en fyrir eldri borgara muni um hverja einustu krónu. En þetta eru ekki einu hækkanirnar hjá Reykjavíkurborg. Hádegismatur og heimsent fæði kostaði 550 krónur árið 2011 en hækkaði í 610 krónur um áramótin, eða um tæp 12 prósent. Þá hafa námskeiðsgjöld og brennslugjald fyrir leir og postulín hækkað úr 200 krónum í 250 krónur, eða um 25 prósent. Mánaðargjald fyrir opið félagsstarf hefur hækkað um 10 prósent, eða úr 1000 krónur í 1100 krónur. Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra hafa alls staðar hækkað um 10 %. Sem dæmi má nefna að gjald fyrir einstaklinga við Dalbraut og Seljahlíð var 18.000 kr. árið 2011 en verður 19.800 kr. árið 2012 og fyrir hjón hækkar það úr 20.000 kr. í 22.000 kr. Í ályktun kjararáðs frá 20. janúar á þessu ári er hækkunum mótmælt harðlega og tekið fram að þær komi mjög illa við eldri borgara. „Þær taka til baka hluta af þeim litlu hækkunum á tryggingabótum aldraðra hjá Tryggingastofnun ríkisins sem urðu um áramót. Kjaranefnd FEB skorar á borgaryfirvöld að afturkalla þessar hækkanir," segir í ályktuninni.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent