Innlent

Eignarhald á íslenskum fjölmiðlum tekið saman

Hin nýstofnaða Fjölmiðlanefnd hefur nú birt lista yfir eignarhald á Íslenskum fjölmiðlum. Lögum samkvæmt þurfa fjölmiðlar sem ekki eru leyfisskyldir að skrá sig auk þess sem allir leyfisskyldir og skráðir fjölmiðlar eiga að veita fjölmiðlanefnd upplýsingar um eignarhald.

„Undanfarna mánuði hefur fjölmiðlanefnd aflað upplýsinga um eignarhald fjölmiðla og er yfirlit yfir eignarhald fjölmiðla nú aðgengilegt á nýrri heimasíðu nefndarinnar," segir á heimasíðunni.

Yfirlit yfir stöðuna eins og það er í dag hefur nú verið birt og byggir það á upplýsingum sem fjölmiðlar hafa sjálfir veitt nefndinni. „Í mörgum tilvikum voru veittar ítarlegri upplýsingar en þær sem felast í hlutaskrá en í öðrum tilvikum voru aðeins veittar þær lágmarksupplýsingar sem nefndinni er unnt að knýja á um. Því er ekki í öllum tilvikum hægt að segja til um raunverulegt eignarhald fjölmiðils samkvæmt yfirliti fjölmiðlanefndar," segir ennfremur.



Hér að neðan má sjá listana yfir eignarhald á íslenskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×