Fundi sem hófst í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þar sem fjallað er um þingsályktun um að vísa Landsdómsmálinu frá, hefur verið frestað til klukkan ellefu. Þetta staðfestir Valgerður Bjarnadóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir enga ákvörðun hafa verið tekna af meirihluta nefndarinnar en DV greinir frá því að meirihlutinn hafi lagt til að tillögunni, sem lögð var fram af Bjarna Benediktssyni, yrði vísað frá.
Engin ákvörðun verið tekin um tillögu Bjarna - fundi frestað
