158 manns í farbanni hér síðan árið 2007 28. febrúar 2012 03:15 Tveimur einstaklingum í farbanni hefur tekist að flýja land í gegnum Leifsstöð á síðustu árum. Fréttablaðið/Róbert Alls hafa 158 einstaklingar verið úrskurðaðir í farbann hér á landi síðan árið 2007. Af þeim voru 59 árið 2008 og nú eru 10 manns undir eftirliti hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum: níu karlar og ein kona. Sakborningarnir sem nú er fylgst með eru frá Litháen, Póllandi, Íslandi og Palestínu. Á undanförnum árum hefur tveimur einstaklingum í farbanni tekist að komast út framhjá eftirlitinu. Í báðum tilfellum var um tæknilegar orsakir að ræða, eða bilun í eftirlitsbúnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Síðara tilvikið var fyrr í þessum mánuði þegar manni frá Litháen tókst að komast úr landi eftir að hafa hlotið tíu mánaða dóm fyrir fíkniefnabrot. Ekki fengust frekari upplýsingar frá lögreglunni um hvers kyns bilun varð til að mennirnir sluppu úr landi, en búið sé að ráða bót á vandanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir mikilvægt að hafa í huga að á meginlandi Evrópu er eðli máls samkvæmt auðvelt að brjóta gegn farbannsúrskurði. „Hér á landi búum við þó að því að hafa einar megindyr að landinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir hún. „Þessi staðreynd gerir farbannsúrræðið á Íslandi árangursríkara en ella.“ Lögreglan getur leitast eftir farbannsúrskurði yfir sakborningi hjá dómara ef talið er að hann muni reyna að komast úr landi til að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Þau brot sem hafa verið framin þurfa að varða fangelsisrefsingu, það er að segja teljast ekki til minni háttar brota. Tilgangurinn með farbanni er að tryggja nærveru sakbornings sem sætir lögreglurannsókn, á yfir höfði sér málsókn eða bíður afplánunar. Þetta getur einnig átt við um menn sem erlend yfirvöld hafa óskað eftir að verði framseldir. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er farbannsúrræðið mikilvægara eftir því sem tengsl sakbornings við útlönd eru meiri. „Farbönn sem skráð hafa verið hjá flugstöðvardeild hafa gilt minnst í þrjár vikur,“ segir Sigríður. Með endurteknum úrskurði dómara um framlengingu farbanna getur heildargildistími farbanna orðið meiri en eitt ár. sunna@frettabladid.is Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Alls hafa 158 einstaklingar verið úrskurðaðir í farbann hér á landi síðan árið 2007. Af þeim voru 59 árið 2008 og nú eru 10 manns undir eftirliti hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum: níu karlar og ein kona. Sakborningarnir sem nú er fylgst með eru frá Litháen, Póllandi, Íslandi og Palestínu. Á undanförnum árum hefur tveimur einstaklingum í farbanni tekist að komast út framhjá eftirlitinu. Í báðum tilfellum var um tæknilegar orsakir að ræða, eða bilun í eftirlitsbúnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Síðara tilvikið var fyrr í þessum mánuði þegar manni frá Litháen tókst að komast úr landi eftir að hafa hlotið tíu mánaða dóm fyrir fíkniefnabrot. Ekki fengust frekari upplýsingar frá lögreglunni um hvers kyns bilun varð til að mennirnir sluppu úr landi, en búið sé að ráða bót á vandanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir mikilvægt að hafa í huga að á meginlandi Evrópu er eðli máls samkvæmt auðvelt að brjóta gegn farbannsúrskurði. „Hér á landi búum við þó að því að hafa einar megindyr að landinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir hún. „Þessi staðreynd gerir farbannsúrræðið á Íslandi árangursríkara en ella.“ Lögreglan getur leitast eftir farbannsúrskurði yfir sakborningi hjá dómara ef talið er að hann muni reyna að komast úr landi til að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Þau brot sem hafa verið framin þurfa að varða fangelsisrefsingu, það er að segja teljast ekki til minni háttar brota. Tilgangurinn með farbanni er að tryggja nærveru sakbornings sem sætir lögreglurannsókn, á yfir höfði sér málsókn eða bíður afplánunar. Þetta getur einnig átt við um menn sem erlend yfirvöld hafa óskað eftir að verði framseldir. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er farbannsúrræðið mikilvægara eftir því sem tengsl sakbornings við útlönd eru meiri. „Farbönn sem skráð hafa verið hjá flugstöðvardeild hafa gilt minnst í þrjár vikur,“ segir Sigríður. Með endurteknum úrskurði dómara um framlengingu farbanna getur heildargildistími farbanna orðið meiri en eitt ár. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira