Faðir annarrar stúlkunnar í smyglmáli í miklu áfalli Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2012 18:34 Tvær íslenskar stúlkur sitja nú í fangelsi í Prag í Tékklandi en í fórum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Þær hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Þær voru að koma frá Brasilíu og var förinni heitið til Kaupmannahafnar. Stúlkurnar eru báðar átján ára gamlar en í ágúst fóru þær af landi brott í frí að sögn föður annarar þeirrar sem fréttastofan ræddi við í dag. Þá var sú yngri raunar enn sautján ára en hún varð ekki átján fyrr en í lok ágúst. Faðir stúlkunnar segist lítið vita um málavöxtu en hann segir mikið áfall að vita af dóttur sinni í slíkum aðstæðum. Að hans sögn fóru stúlkurnar sem eru góðar vinkonur í frí til Brasilíu og að þar hafi þær ílengst. Þaðan voru þær að koma þegar tollverðir í Munchen í Þýskalandi sjá eitthvað grunsamlegt í fari þeirra. Þær áttu bókað flug áfram til Prag í Tékklandi og var þeim leyft að halda för sinni áfram en lögreglu og tollgæslu í Tékklandi var gert viðvart. Við komuna til Tékklands beið þeirra fjöldi lögreglumanna og tollvarða og þá hafði íslenskutúlkur verið kvaddur til. Stúlkurnar voru handteknar þegar þær voru við það að stíga inn í leigubíl sem beið þeirra og átti að flytja þær á járnbrautarstöð en förinni var heitið áfram yfir til Kaupmannahafnar. Eftir ítarlega leit komu fíkniefnin loksins í ljós en þau höfðu verið afar haganlega falin í töskunum. Magnið sem þær fluttu með sér er eitthvað á reiki, tékkneskir miðlar segja að um tæp sjö kíló að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er magnið eitthvað minna, jafnvel aðeins þrjú kíló. Séu kílóin tæplega átta er götuvirði efnanna um sjötíu og sjö milljónir í Tékklandi og um hundrað milljónir hér á landi. Fyrir svo mikið magn gætu þær átt yfir höfði sér mjög þunga fangelsisdóma, eða á bilinu tíu til átján ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stúlkurnar enn ekki gefið neitt upp sem bendir til að fíkniefnin hafi átt að koma hingað til lands. Þær fullyrða að bandarískur maður, sem búsettur hafi verið á Íslandi í fyrra, hafi fengið þær til fararinnar. Hann hafi borgað fyrir þær flugfarið og séð til þess að þær fengju töskurnar með eiturlyfjunum í Brasilíu. Í gær voru þær úrskurðaðar í gæsluvarðhald í allt að sjö mánuði og voru þær voru færðar í sitthvort fangelsið í borginni, önnur er í Ruzyne fangelsinu og hin í Pancrac en staðirnir hafa báðir verið harðlega gagnrýndir fyrir slælegan aðbúnað. Faðir stúlkunnar sem fréttastofa ræddi við í dag segir óvíst hvað taki við, það verði næstu dagar að leiða í ljós en utanríkisráðuneytið verði fjölskyldunni innan handar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Tvær íslenskar stúlkur sitja nú í fangelsi í Prag í Tékklandi en í fórum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Þær hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Þær voru að koma frá Brasilíu og var förinni heitið til Kaupmannahafnar. Stúlkurnar eru báðar átján ára gamlar en í ágúst fóru þær af landi brott í frí að sögn föður annarar þeirrar sem fréttastofan ræddi við í dag. Þá var sú yngri raunar enn sautján ára en hún varð ekki átján fyrr en í lok ágúst. Faðir stúlkunnar segist lítið vita um málavöxtu en hann segir mikið áfall að vita af dóttur sinni í slíkum aðstæðum. Að hans sögn fóru stúlkurnar sem eru góðar vinkonur í frí til Brasilíu og að þar hafi þær ílengst. Þaðan voru þær að koma þegar tollverðir í Munchen í Þýskalandi sjá eitthvað grunsamlegt í fari þeirra. Þær áttu bókað flug áfram til Prag í Tékklandi og var þeim leyft að halda för sinni áfram en lögreglu og tollgæslu í Tékklandi var gert viðvart. Við komuna til Tékklands beið þeirra fjöldi lögreglumanna og tollvarða og þá hafði íslenskutúlkur verið kvaddur til. Stúlkurnar voru handteknar þegar þær voru við það að stíga inn í leigubíl sem beið þeirra og átti að flytja þær á járnbrautarstöð en förinni var heitið áfram yfir til Kaupmannahafnar. Eftir ítarlega leit komu fíkniefnin loksins í ljós en þau höfðu verið afar haganlega falin í töskunum. Magnið sem þær fluttu með sér er eitthvað á reiki, tékkneskir miðlar segja að um tæp sjö kíló að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er magnið eitthvað minna, jafnvel aðeins þrjú kíló. Séu kílóin tæplega átta er götuvirði efnanna um sjötíu og sjö milljónir í Tékklandi og um hundrað milljónir hér á landi. Fyrir svo mikið magn gætu þær átt yfir höfði sér mjög þunga fangelsisdóma, eða á bilinu tíu til átján ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stúlkurnar enn ekki gefið neitt upp sem bendir til að fíkniefnin hafi átt að koma hingað til lands. Þær fullyrða að bandarískur maður, sem búsettur hafi verið á Íslandi í fyrra, hafi fengið þær til fararinnar. Hann hafi borgað fyrir þær flugfarið og séð til þess að þær fengju töskurnar með eiturlyfjunum í Brasilíu. Í gær voru þær úrskurðaðar í gæsluvarðhald í allt að sjö mánuði og voru þær voru færðar í sitthvort fangelsið í borginni, önnur er í Ruzyne fangelsinu og hin í Pancrac en staðirnir hafa báðir verið harðlega gagnrýndir fyrir slælegan aðbúnað. Faðir stúlkunnar sem fréttastofa ræddi við í dag segir óvíst hvað taki við, það verði næstu dagar að leiða í ljós en utanríkisráðuneytið verði fjölskyldunni innan handar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira