Facebook-fíkn Loga hrekur Retro Stefson á Strandir 24. febrúar 2012 14:00 semja ný lög á ströndum Hljómsveitin Retro Stefson hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misseri og sló meðal annars í gegn á Airwaves-hátíðinni í fyrra. Sveitin heldur nú í strangar æfingarbúðir í Bjarnarfirði og stefnir á að gefa út nýja plötu síðar á þessu ári. „Það er nauðsynlegt að fara í smá einangrun þegar maður er að æfa nýtt efni," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, forsprakki hljómsveitarinnar Retro Stefson en sveitin heldur vestur í Bjarnarfjörð á Ströndum í æfingabúðir á næstu dögum. Ástæða æfingabúðanna er sú að sveitin vinnur nú að nýrri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. Unnsteinn segir að sveitin sé þegar búin að taka upp fimm lög í hljóðveri og ætli sér að æfa næstu fimm á Ströndum. Sveitina skipa, auk Unnsteins, þau Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Þórður Jörundsson, Jón Yngvi Seljeseth, Gylfi Sigurðsson og Logi Pedro Stefánsson. „Við verðum á Hótel Laugarhóli sem föðurbróðir minn rekur en ég hef dvalið þar með hléum síðustu tvo mánuði, meðal annars til að passa hundana. Það er frábært að vera þar á þessum tíma árs og mikil kyrrð og friður," segir Unnsteinn og bætir við að það sé nauðsynlegt fyrir hljómsveitina að koma í veg fyrir utanaðkomandi truflun við æfingar. „Það er gott að kúpla sig út og það getur enginn skroppið í hádegismat til ömmu eða legið á netinu eins og Logi," segir Unnsteinn og vill meina að þetta verði ágætis afvötnun fyrir Loga, litla bróður sinn, sem hann segir vera mikinn net- og Facebook-fíkil. Qween, fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni er nú þegar komið í spilun og hefur notið mikilla vinsælda. Lagið er í öðru sæti á vinsældalistum Rásar 2 og Gogoyoko og á topp tíu lista X-sins 977. „Það er mjög gaman að lagið leggst vel í landsmenn en ég samdi það í júní í fyrra. Það átti þá að vera svona sumarsmellur en fólkinu hjá útgáfufyrirtæki okkar úti leist ekki nógu vel á það og það tók tíma fyrir þau að melta lagið," segir Unnsteinn en fyrir nokkru síðan tók sveitin lagið upp í svokölluðu Take Away Show fyrir La Blogotheque í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og hægt er að nálgast myndbandið af flutningnum á You Tube. „Nýja platan verður í svipuðum stíl og lagið Qween en samt eru nokkur lög úr annarri átt. Platan verður að mestu leyti á ensku og er það algjörlega gert til að stíla inn á erlendan markað. Mér finnst samt mjög gaman að syngja á íslensku svo það getur verið að við gerum bæði enska og íslenska útgáfu af sumum lögum," segir Unnsteinn en hljómsveitin ætlar sér að spila bæði í Búðardal og á Hólmavík á meðan hún dvelur fyrir vestan. Fyrir þá sem vilja berja þá Loga og Unnstein augum er bent á að kíkja á barinn Bakkus í kvöld þar sem þeir þeyta skífum. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira
„Það er nauðsynlegt að fara í smá einangrun þegar maður er að æfa nýtt efni," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, forsprakki hljómsveitarinnar Retro Stefson en sveitin heldur vestur í Bjarnarfjörð á Ströndum í æfingabúðir á næstu dögum. Ástæða æfingabúðanna er sú að sveitin vinnur nú að nýrri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. Unnsteinn segir að sveitin sé þegar búin að taka upp fimm lög í hljóðveri og ætli sér að æfa næstu fimm á Ströndum. Sveitina skipa, auk Unnsteins, þau Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Þórður Jörundsson, Jón Yngvi Seljeseth, Gylfi Sigurðsson og Logi Pedro Stefánsson. „Við verðum á Hótel Laugarhóli sem föðurbróðir minn rekur en ég hef dvalið þar með hléum síðustu tvo mánuði, meðal annars til að passa hundana. Það er frábært að vera þar á þessum tíma árs og mikil kyrrð og friður," segir Unnsteinn og bætir við að það sé nauðsynlegt fyrir hljómsveitina að koma í veg fyrir utanaðkomandi truflun við æfingar. „Það er gott að kúpla sig út og það getur enginn skroppið í hádegismat til ömmu eða legið á netinu eins og Logi," segir Unnsteinn og vill meina að þetta verði ágætis afvötnun fyrir Loga, litla bróður sinn, sem hann segir vera mikinn net- og Facebook-fíkil. Qween, fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni er nú þegar komið í spilun og hefur notið mikilla vinsælda. Lagið er í öðru sæti á vinsældalistum Rásar 2 og Gogoyoko og á topp tíu lista X-sins 977. „Það er mjög gaman að lagið leggst vel í landsmenn en ég samdi það í júní í fyrra. Það átti þá að vera svona sumarsmellur en fólkinu hjá útgáfufyrirtæki okkar úti leist ekki nógu vel á það og það tók tíma fyrir þau að melta lagið," segir Unnsteinn en fyrir nokkru síðan tók sveitin lagið upp í svokölluðu Take Away Show fyrir La Blogotheque í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og hægt er að nálgast myndbandið af flutningnum á You Tube. „Nýja platan verður í svipuðum stíl og lagið Qween en samt eru nokkur lög úr annarri átt. Platan verður að mestu leyti á ensku og er það algjörlega gert til að stíla inn á erlendan markað. Mér finnst samt mjög gaman að syngja á íslensku svo það getur verið að við gerum bæði enska og íslenska útgáfu af sumum lögum," segir Unnsteinn en hljómsveitin ætlar sér að spila bæði í Búðardal og á Hólmavík á meðan hún dvelur fyrir vestan. Fyrir þá sem vilja berja þá Loga og Unnstein augum er bent á að kíkja á barinn Bakkus í kvöld þar sem þeir þeyta skífum. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira