Innlent

Veittist að stúlku á bensínstöð

Ráðist var á starfsstúlku bensínstöðvar N1 á Ártúnsholti rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Viðskiptavinur kom stúlkunni til aðstoðar og þá flúði maðurinn af vettvangi. Þegar lögrelan kom á staðinn skoðuðu þeir myndir úr öryggiskerfi stöðvarinnar og þekktu manninn strax, en hann er rúmlega þrítugur. Hann fannst þar sem hann var á gangi á Bíldshöfða skömmu síðar. Stúlkuna mun ekki hafa sakað að því er lögregla segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×