Lífið

Fimm tilnefningar til Gourmand

Sólveig Eiríksdóttir.
Sólveig Eiríksdóttir.
Fimm íslenskar matreiðslubækur eru tilnefndar til Gourmand-verðlaunana 2012 sem verða veitt í París í febrúar. Nanna Rögnvaldardóttir er tilnefnd í flokki bestu brauðuppskrifta með bók sína Múffur í hvert mál. Bókin Eldað og bakað í ofninum heima, eftir þau Gísla Egil Hrafnsson og Ingu Elsu Bergþórsdóttur, hlýtur tilnefningar í flokki bestu matreiðslubókanna og í flokknum einfaldar uppskriftir. Sömu höfundar eru einnig á ferðinni í flokknum best þýdda matreiðslubókin þar sem bók þeirra Into the North – Live well, eat well – the Icelandic way er tilnefnd. Þá er bók Sólveigar Eiríksdóttur, Eftirréttir Sollu, tilnefnd í flokki grænmetisrétta. Verðlaunin eru eftirsótt í bransanum en um þau keppa matreiðslubækur frá öllum heimshornum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×