Squarepusher og James Blake spila á Sónar-hátíð 7. nóvember 2012 06:00 Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. "Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunardagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endanlega dagskrá í lok nóvember eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. "Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktónlist er líka hluti af henni. "Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spilað á undanförnum tveimur hátíðum í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frábær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. "Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlendum plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistarhátíð þar sem tónlistarmennirnir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tónlistarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða "off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar-hátíðinni. Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sonarreykjavik.com. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíðina í tónlistarhúsið. "Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slíkar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is Sónar Tónlist Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. "Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunardagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endanlega dagskrá í lok nóvember eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. "Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktónlist er líka hluti af henni. "Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spilað á undanförnum tveimur hátíðum í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frábær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. "Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlendum plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistarhátíð þar sem tónlistarmennirnir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tónlistarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða "off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar-hátíðinni. Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sonarreykjavik.com. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíðina í tónlistarhúsið. "Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slíkar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is
Sónar Tónlist Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira