Háhýsið var sagt glapræði Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Turninn við Höfðatorg var tekinn í notkun í ágúst 2009. Vísir/Anton Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira