Úkraínustjórn sögð misnota valdastöðu Guðsteinn skrifar 30. október 2012 08:00 Júlía Tímósjenkó segir kosningarnar um helgina hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins.nordicphotos/AFP „Þegar hliðsjón er höfð af misnotkun valda og óhóflegu hlutverki peninga í þessum kosningum þá virðist sem lýðræðisferlinu hafi farið aftur í Úkraínu,“ segir Walburga Habsburg Douglas, yfirmaður eftirlitssveitar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdist með framkvæmd þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en í dag, en þegar búið var að telja um helming atkvæða stefndi allt í að Héraðaflokkurinn, sem er flokkur forsetans, fái 240 til 260 þingsæti á 450 manna þjóðþingi landsins. Kommúnistaflokknum, sem hefur veitt Janúkovitsj forseta stuðning, er spáð fimmtán prósentum atkvæða, en þessir tveir flokkar vilja halda góðum tengslum við Rússland. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem vilja frekar tengjast Vesturlöndum en Rússlandi, ná ekki meirihluta og sitja því áfram í stjórnarandstöðu. Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem nú situr í fangelsi, hafði fengið 22 prósent og flokkur boxkappans Vitali Klitsjkó var kominn með þrettán prósent. Þá er kominn fram nýr flokkur þjóðernissinna, sem virtist ætla að fá um átta prósent atkvæða. Í tilkynningu frá kosningaeftirliti ÖSE segir að stjórnarflokkarnir hafi staðið betur að vígi fyrir kosningarnar, bæði vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi óspart notfært sér aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerfinu almennt, auk þess sem fjármögnun flokksstarfs og kosningabaráttu er engan veginn nógu gegnsæ. Þá gagnrýnir ÖSE að tveir þekktir stjórnarandstæðingar, þau Timosjenkó og Júríi Lútsjenkó, sitji í fangelsi í kjölfar réttarhalda, sem ÖSE gagnrýndi á sínum tíma. „Maður ætti ekki að þurfa að fara í fangelsisheimsókn til að heyra hljóðið í stjórnmálaleiðtogum landsins,“ segir Douglas. ÖSE segir að fjarvera þeirra frá kosningabaráttunni hafi greinilega haft áhrif á úrslit kosninganna. Tímósjenkó brást í gær við úrslitunum með því að hefja mótmælasvelti í fangelsinu. Hún sakar stjórnina um kosningasvindl og segir þessar kosningar hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
„Þegar hliðsjón er höfð af misnotkun valda og óhóflegu hlutverki peninga í þessum kosningum þá virðist sem lýðræðisferlinu hafi farið aftur í Úkraínu,“ segir Walburga Habsburg Douglas, yfirmaður eftirlitssveitar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdist með framkvæmd þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en í dag, en þegar búið var að telja um helming atkvæða stefndi allt í að Héraðaflokkurinn, sem er flokkur forsetans, fái 240 til 260 þingsæti á 450 manna þjóðþingi landsins. Kommúnistaflokknum, sem hefur veitt Janúkovitsj forseta stuðning, er spáð fimmtán prósentum atkvæða, en þessir tveir flokkar vilja halda góðum tengslum við Rússland. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem vilja frekar tengjast Vesturlöndum en Rússlandi, ná ekki meirihluta og sitja því áfram í stjórnarandstöðu. Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem nú situr í fangelsi, hafði fengið 22 prósent og flokkur boxkappans Vitali Klitsjkó var kominn með þrettán prósent. Þá er kominn fram nýr flokkur þjóðernissinna, sem virtist ætla að fá um átta prósent atkvæða. Í tilkynningu frá kosningaeftirliti ÖSE segir að stjórnarflokkarnir hafi staðið betur að vígi fyrir kosningarnar, bæði vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi óspart notfært sér aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerfinu almennt, auk þess sem fjármögnun flokksstarfs og kosningabaráttu er engan veginn nógu gegnsæ. Þá gagnrýnir ÖSE að tveir þekktir stjórnarandstæðingar, þau Timosjenkó og Júríi Lútsjenkó, sitji í fangelsi í kjölfar réttarhalda, sem ÖSE gagnrýndi á sínum tíma. „Maður ætti ekki að þurfa að fara í fangelsisheimsókn til að heyra hljóðið í stjórnmálaleiðtogum landsins,“ segir Douglas. ÖSE segir að fjarvera þeirra frá kosningabaráttunni hafi greinilega haft áhrif á úrslit kosninganna. Tímósjenkó brást í gær við úrslitunum með því að hefja mótmælasvelti í fangelsinu. Hún sakar stjórnina um kosningasvindl og segir þessar kosningar hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira