Framsækinn Lundúnarappari 25. október 2012 16:00 Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi. Lífið Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi.
Lífið Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning