Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana SV skrifar 10. október 2012 00:00 Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira