Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana SV skrifar 10. október 2012 00:00 Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira