Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana SV skrifar 10. október 2012 00:00 Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira