Undrandi á aðkomu Eiríks að skýrslunni 9. október 2012 00:00 Kjartan Magnússon vonast til að fyllsta hlutleysis sé gætt í skýrslu úttektarnefndarinnar.fréttablaðið/vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira