Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu síðar og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Báðir aðilar eru á þrítugsaldri. Málið er í rannsókn og ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Karlmaður stunginn á Ólafsfirði
